Reiðkennari ársins – Tilnefningar

18. nóvember 2024

Menntanefnd LH auglýsir netkosningu á reiðkennara ársins 2024. Kosningu lýkur á miðnætti sunnudaginn 24. nóvember. Sigurvegari fær afhent verðlaun á Menntadegi A – landsliðsins, laugardaginn 30. nóvember og fer áfram í kosningu á vefsíðu FEIF (FEIF instructor/trainer of the year), þar sem kosið verður um einn reiðkennara frá hverju FEIF landi.

Meðfylgjandi er útdráttur úr umsögnum sem fylgdu tilnefningunum til Menntanefndar LH sem kallað var eftir í frétt fyrir stuttu (https://www.lhhestar.is/is/frettir/oskad-er-eftir-tilnefningum-fyrir-reidkennara-arsins-2024 ). Allir tilnefndir eru að þessu sinni með reiðkennaramenntun frá Háskólanum á Hólum og eru Level 3 innan FEIF-matrixunnar.

Tilnefndir eru eftirfarandi aðilar:

Bergrún Ingólfsdóttir

Bergrún hefur stigið fram á sjónarsviðið síðustu ár með sína nálgun í reiðkennslu þar sem er sérstaklega horft til þjálfunar knapans og áhrifa hans á frammistöðu hestsins. Hennar nálgun er persónuleg og einstaklingsmiðuð og skiptir engu á hvaða stigi eða stað hestamennsku nemendur eru, eða hver þeirra líkamlega færni er. Aldur er heldur ekki takmarkandi þáttur. 

Hún sem reiðkennari og einkaþjálfari kemur með góða sýn á hvernig líkamsgerð knapa hefur áhrif á þjálfun hests, hvað er hægt að gera til að bæta sig sem knapa og hvernig líka horft er til jákvæðra þátta. Hún kennir einfaldar líkamsæfingar til að styrkja hvern og einn nemanda þar sem þarf og eins kennir hún verklega með hest hvernig ábendingar geta orðið betri með því að breyta um ásetu og þjálfa sig til að beita betri ábendingum og vera í jafnvægi með hestinum. Hún hefur getið sér gott orð sem reiðkennari, hefur ljúfa en ákveðna framkomu og er skýr í sínum leiðbeiningum.

Finnbogi Bjarnason

Finnbogi starfar sem reiðkennari og þjálfari bæði á Íslandi og í Sviss. Hann kennir Reiðmanninn 1 & 3 á Sauðárkróki þar sem fjöldi nemenda eru skráðir en reiðmaðurinn er nám í reiðmennsku og hestafræðum á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hann er einnig reiðkennari í æskulýðsstarfi Skagfirðings og hefur verið síðustu ár þar sem hann kennir keppnisþjálfun og almenna reiðkennslu fyrir krakkana í félaginu en Finnbogi hefur sjálfur töluvert mikla reynslu á keppnisbrautinni. Hann hefur fylgt krökkunum vel eftir í kennslunni, meðal annars á Landsmóti hestamanna í sumar. Einnig hefur hann starfað við reiðkennslu á hestabraut FNV á Sauðárkróki sem er þriggja ára námsbraut í hestamennsku.

Í Sviss hefur hann verið virkur í reiðkennslu bæði með ungmennum og fullorðnum, meðal annars aðstoðarmaður/þjálfari nokkurra keppenda í Svissneska landsliðinu á síðasta HM. Finnbogi hefur mikinn metnað, ávallt jákvæður fyrir verkefninu og nemendur láta afar vel af honum.

Sindri Sigurðsson

Sindri starfar sem reiðkennari og er virkur gæðingadómari bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur verið í fræðslunefnd Sörla til fjölda ára og hefur brennandi áhuga á öllu sem við kemur hestum og tengist reiðkennslu á öllum stigum. Hver reiðtími hjá Sindra er mjög krefjandi, lærdómsríkur og skemmtilegur. Hann er metnaðarfullur, jákvæður og góður þjálfari sem leggur sig allan fram í verkefnið.

 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira