Samstarfssamningur milli HorseDay ehf og LH

22. maí 2023

LH og horseday hafa gert með sér samning um að þróa virknina „Mót" innan smáforritsins HorseDay og er því ætlað að koma í stað LH Kappa, með það það fyrir augum að endurbæta verulega útlit og tæknilega virkni. LH Kappi hefur reynst hestamönnum og mótshöldurum vel en kominn var tími á uppfærslu á forritinu. HorseDay hefur verið í miklum vexti síðan það var sett á laggirnar 2020 og er markmiðið að bæta aðgengi að upplýsingum um niðurstöður móta.

Með þessu vonast samnings aðilar til þess að auka áhuga á hestaíþróttinni og bæta ásýnd hennar í heild. Mun forritið birta niðurstöðu allra móta sem skráð hafa verið inn í Sportfeng. Fyrir hvert tiltekið mót á notandi að geta skoðað dagskrá móts, ráslista, upplýsingar um keppendur (hesta og knapa) sem og niðurstöður (einkunnir) jafnharðan og þær hafa verið staðfestar.

Oddur Ólafsson framkvæmdastjóri HorseDay segir þetta ákaflega spennandi verkefni: ,,Við erum spenntir fyrir því að búa til framenda sem birtir og kemur þessum gögnum saman. Við erum að taka gögn úr WorldFeng og byggjum út frá þeim prófíla, tengjum þjálfunar gögn sem eru skráð í HorseDay og svo erum við að taka inn gögn frá SportFeng. Hafi eigandi og þjálfari hestsins áhuga geta þeir deilt með notendum allri þjálfunarsögu hestsins. Þetta mun bæta upplýsingaflæðið og gefa notandanum betri yfirsýn en hefur verið hingað til.”

Forritið mun gera notendum kleift að vakta mót og/eða hesta þannig að viðkomandi mun berast tilkynningar þegar nýjar niðurstöður berast. Grunnvirkni forritsins sem kemur í stað LH Kappa verður notendum að kostnaðarlausu enn sem komið er en með áskrift er hægt að auka virkni forritsins til muna. Stefnt er að að því að móta viðbót forritsins verði komin í fulla virkni í febrúar  2024. HorseDay smáforritið gerir notandanum jafnframt kleift að fylgjast með, geyma og fá aðgang að öllum upplýsingum varðandi þjálfun hestsins síns, járningu og sjúkrasögu á einum stað. Þá er hægt að fylgjast með öðrum hestum og knöpum og þeirra þjálfun. 

HorseDay mun bera faglega og fjárhagslega ábyrgð á þróun verkefnisins. Jafnframt mun HorseDay sjá um að kosta rekstur og ábyrgjast góða virkni.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira