Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ

Berglind Karlsdóttir • 4. janúar 2025

Í kvöld fór fram hátíðin íþróttamaður ársins og var við það tilefni tilkynnt að Sigurbjörn Bárðarson hefur verið tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Hann er fyrsti hestamaðurinn sem hlýtur þessa miklu viðurkenningu.

Sigurbjörn þarf vart að kynna fyrir nokkrum hestamanni en keppnisferill hans er einstakur og er auðvelt að fullyrða að enginn íþróttamaður á Íslandi standist honum samanburð í þeim efnum. Sigurbjörn hlaut titilinn íþróttamaður ársins árið 1993 og hefur fimm sinnum verið tilnefndur í hóp 10 efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna, er það einn mesti heiður sem íslenskum hestaíþróttamanni hefur hlotnast. Hann var sæmdur heiðursverðlaunum LH 2022.

Keppnisferillinn spannar hátt í 60 ár þar sem Sigurbjörn hefur unnið til 13 heimsmeistaratitla, sett fjölmörg heimsmet, ótal Íslandsmet, unnið yfir 120 Íslandsmeistaratitla og sigrað flestar greinar Landsmóta, nú síðast árið 2022 þá 70 ára gamall.

Sigurbjörn hefur í gegnum tíðina einnig gengt stóru hlutverki í menntamálum hestamanna á Íslandi, gefið út kennslubók, kennsluefni og myndbönd, setið í fræðslu- og menntanefndum FT og GDLH og háskólaráði Háskólans á Hólum, ásamt því að hafa virka aðkomu að framkvæmd og dæmingu prófa á Háskólanum á Hólum. Þar að auki skipta nemendur hans í reiðkennslu þúsundum um heim allan gegnum tíðina.

Sigurbjörn hefur unnið ötullega að félagsstörfum alla tíð og var til að mynda formaður Félags tamningamanna um árabil, varaformaður Hestamannafélagsins Fáks, sat í stjórn og byggingarnefnd fyrstu alvöru reiðhallarinnar á Íslandi, auk þess að sitja í nefndum FEIF og fleiri samtaka.

Þegar kemur að kynningarmálum hefur Sigurbjörn ekki látið sitt eftir liggja og sem dæmi má nefna aðkomu að stórsýningum um heim allan, eins og í Madison Square Garden, Equitana og fleiri stórviðburðum auk þess að setja á fót ýmsar sýningar hér á landi, sumar ansi frumlegar og sérstakar eins og Hestagaldur í Skautahöllinni í Laugardal, sýning í Ásbyrgi, riðið niður Almannagjá, Miðbæjarreið og margt fleira. Þegar kemur að því að kynna íslenska hestinn er Sigurbjörn sannarlega ötull sendiherra.

Þáttur Sigurbjörns í ímyndarvinnu hestamennskunnar verður seint að fullu metinn. Sigurbjörn hefur verið í fararbroddi þegar kemur að ímynd sinnar íþróttagreinar, þróun reiðmennsku og kynningarstarfs Íslandshestamennskunnar um allan heim. Hann hefur lyft íþróttinni upp á annað plan hvað varðar ásýnd og fagmennsku. Vandvirkni hans og virðing fyrir viðfangsefninu hefur smitast til allra sem að hestamennsku koma enda hefur hann verið fyrirmynd nýrra kynslóða í áratugi.

Sigurbjörn hefur frá upphafi ferils sýns verið fyrirmynd annars hestafólks þegar kemur að reglusemi, ástundun, elju og snyrtimennsku og átt þannig stóran þátt í bættri ásýnd og fagmennsku innan íþróttarinnar.

Inntaka Sigurbjörns í Heiðurshöll ÍSÍ bætist nú við ótrúlegt safn verðlauna og viðurkenninga sem honum hefur hlotnast í gegnum tíðina en auk þess að eiga langstærsta verðlaunasafn landsins þá hefur hann eins og áður segir hlotið fjölda annarra viðurkenninga en þar má til dæmis nefna Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu, Heiðursverðlaun LH, Gullmerki LH, Gullmerki og Heiðursmerki Félags tamningamanna, Gullmerki og Heiðursverðlaun Fáks, auk titilsins íþróttamaður ársins.

Við óskum Sigurbirni Bárðarsyni innilega til hamingju!

Nánar má lesa um Heiðurshöll ÍSÍ hér: Reglugerð um Heiðurshöll ÍSÍ 10102024.pdf og yfirlit yfir aðra íþróttamenn sem einnig hafa hlotið þessa viðurkenningu má finna hér: Heiðurshöll ÍSÍ

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar