Silfurhafar keppast um gullið

4. maí 2023

Slaktaumatöltið verður áhugavert á Allra sterkustu en þar munu mætast Teitur Árnason á Nirði frá Feti,  Viðar Ingólfsson á Eldi frá Mið-Fossum, Sigurður Vignir Matthíasson á Dýra frá Hrafnkelsstöðum 1, Arnar Bjarki Sigurðsson á Magna frá Ríp og síðast en ekki síst Ragnhildur Haraldsdóttir á Kötlu frá Mörk.

Þrír hestanna eiga það sameiginlegt að hafa unnið til silfurverðlauna í T2 með knöpum sínum í fyrra. Njörður frá Feti var silfurhafi á Landsmóti, Eldur frá Mið-Fossum var silfurhafi á Íslandsmótinu og Magni frá Ríp var silfurhafi á Suðurlandsmótinu.

Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 varð sigurvegari í T2 í Meistaradeild æskunnar í vetur hjá Matthíasi Sigurðssyni og er ríkjandi Íslandsmeistari í unglingaflokk. Það verður spennandi að sjá hvort Sigurður Vignir nái gulli líkt og sonur hans á Dýra. Þá hefur Katla frá Mörk náð góðum árangri í T2 og varð í 2-3 sæti á íþróttamóti Sleipnis 2022 og Reykjarvíkurmeistari í fjórgang 2021 með Ólöfu Helgu Hilmarsdóttur. Það verður spennandi að sjá hvernig Ragnhildur og Katla ná saman í brautinni á laugardaginn.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira