Slysaskráningahnappur á vef LH
26. janúar 2022
Öryggis- og ferðanefnd LH hefur búið til eyðublað, sem staðsett er á vef LH, þar sem hægt er að skrá slys sem verða í hestamennsku. Skráningar á slysum hjálpa til að við að meta aðstæður og orsök slysa með það að markmiði að útrýma slysagildrum og minnka áhættuþætti í umhverfinu.
Hnappurinn fyrir slysaskráninguna er staðsettur efst hægra megin á vefsíðu LH.
Við hvetjum hestamenn til að skrá slys sem verða og öryggisnefnd LH mun vinna upplýsingar úr skráningunni með reglubundnum hætti.
Öryggisnefndin vill minna hestamenn á að vera sýnileg, nota endurskyn í skammdeginu, taka tillit til annarra vegfarenda og njóta vetrarins.
Fréttasafn







