Stóðhestavelta 100 af bestu stóðhestum landsins

1. maí 2023

Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum,  Allra sterkustu - leiðin að gullinu , verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Jökull frá Rauðalæk 8,49
Jökull frá Rauðalæk hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir brokk, fegurð í reið, hægt stökk og hófa og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk og bak og lend. Myndband af Jökli

Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk 8,61
Sirkus er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann var hæst dæmdi 4ra vetra stóðhesturinn árið 2016. Hann hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið og hefur hæst hlotið 8,85 fyrir hæfileika. Myndband af Sirkusi

Sólfaxi frá Herríðarhóli 8,51
Sólfaxi hefur hlotið fyrir sköpulag 8,69, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend og samræmi, og fyrir hæfileika 8,41, þar af 10,0 fyrir tölt og hægt tölt, 9,5 fyrir samstarfsvilja og fegurð í reið. Hann var annar hæst dæmdi stóðhestur í flokki 6 vetra hesta á landsmóti 2022. Myndband af Sólfaxa

Huginn frá Bergi 8,52
Huginn hefur hlotið fyrir sköpulag 8,44 og fyrir hæfileika 8,58, þar af 9,0 fyrir vilja og geðslag, hófa og prúðleika og 8,5 fyrir alla aðra þætti hæfleikadóms. Myndband af Huginn

Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 8,54
Skugga-Sveinn er með jafnan og góðan kynbótadóm, 8,51 fyrir sköpulag og 8,55 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og hófa.

Vákur frá Vatnsenda 8,36
Vákur hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir samstarfsvilja, 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, brokk, hægt stökk, fet og fegurð í reið. Vákur hefur átt farsælan keppnisferil í fjórgangi. Myndband af Váki

Aspar frá Hjarðartúni 8,16
Aspar hefur hlotið í sköpulag 8,18 og fyrir hæfileika 8,15, þar af 9,0 fyrir tölt, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Aspar var í verðlaunasæti í flokki 4ra vetra stóðhesta á landsmóti 2022.

Knár frá Ytra-Vallholti 8,47
Knár er með 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, fet og samræmi í kynbótadómi. Knár hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi 2022. Myndband af Kná

Hnokki frá Eylandi 8,52
Hnokki er hátt dæmdur klárhestur og hefur í kynbótadómi hlotið 8,61 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, brokk, stökk og samstarfsvilja, 9,0 fyrir fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk.  M yndband af Hnokka

Dagur frá Hjarðartúni 8,07
Dagur frá Hjarðartúni hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Dagur hefur átt farsælan keppnisferil og varð Íslandsmeistari í fjórgangi ungmennaflokki 2016 og 2017 og Íslandsmeistari í tölti ungmennaflokki 2015 og 2016. Myndband af Degi

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira