Stórbrotnir gæðingar í stóðhestaveltunni

15. apríl 2022

Stóðhestavelta landsliðsins er á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í TM-reiðhöllinni í Víðidal á síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 20. apríl nk.  Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst þriðjudaginn 19. apríl í netverslun á vef LH og er miðaverð 50.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum 8,94
Álfaklettur hefur í kynbótadómi hlotið 9,5 fyrir skeið og samstarfsvilja, 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, brokk, stökk og fegurð í reið. Hann stóð efstur á landssýningu 2020 í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri. Myndband af Álfakletti

Apollo frá Haukholtum 8,68
Apollo hefur hlotið í kynbótadómi 8,76 fyrir sköpulag og 8,63 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, hægt tölt, samræmi og hófa, 9,0 fyrir vilja og geðslag, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og bak og lend. Myndband af Apollo

Forkur frá Breiðabólsstað 8,67
Forkur frá Breiðabólsstað var efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á Landmóti 2016 og fimmti í flokki 7 vetra stóðhesta á Landsmóti 2018. Forkur bar sigur úr býtum í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands 2022. Myndband af Forki

Kolgrímur frá Breiðholti Gbr. 8,39
Kolgrímur hefur hlotið í kynbótadómi 8,62 fyrir sköpulag og 8,26 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Kolgrími

Magni frá Stuðlum 8,52
Magni frá Stuðlum var hæst dæmdi 5 vetra stóðhestur á árinu 2021. Hann hlaut fyrir sköpulag 8,74, þar af 9 fyrir bak og lend, samræmi, hófa og prúðleika. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,40, þar af 9 fyrir skeið og samstarfsvilja. Myndband af Magna

Lexus frá Vatnsleysu 8,15
Lexus frá Vatnsleysu hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið og bak og lend. Myndband af Lexus

Silfursteinn frá Horni I 8,47
Silfursteinn hefur hlotið í kynbótadómi 8,39 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi, og 8,52 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, samstarfsvilja og fet. Myndband af Silfursteini

Snæfinnur frá Hvammi 8,27
Snæfinnur frá Hvammi hefur hlotið fyrir hæfileika 8,20 sem klárhestur, þar af 9,5 fyrir samstarfsvilja, 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Snæfinni

Snillingur frá Íbishóli 8,46
Snillingur frá Íbishóli hefur átt farsælan keppnisferil í fimmgangi og gæðingaskeiði. Hann hlaut í kynbótadómi 9,5 fyrir skeið og 9 fyrir vilja og geðslag. Myndband af Snillingi

Vákur frá Vatnsenda 8,36
Vákur hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir samstarfsvilja, 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, brokk, hægt stökk, fet og fegurð í reið. Myndband af Váki

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira