Þorsteinn Björnsson er reiðkennari ársins

18. desember 2023

Á hverju ári biður FEIF um tilnefningar til “trainer/instructor of the year” frá hverju landi. Undanfarin ár hefur Menntanefnd LH auglýst eftir tilnefningum til reiðkennara ársins sem fara svo í netkosningu. ef fylgir rökstuðningur. . Að þessu sinni voru það þau Hekla Katharína Kristinsdóttir, Þorsteinn Björnsson og Finnbogi Bjarnason sem fengu tilnefningar. Góð þátttaka var í kosningunum og hlutu allir mörg atkvæði en einn stóð uppúr og hlýtur titilinn reiðkennari ársins.

Þorsteinn hefur starfað sem reiðkennari á Hólum síðan 2008, það eru 15 ár. Hann hefur þess vegna haft mótandi áhrif á reiðkennara framtíðarinnar, sem jú mennta sig þar. Hann kennir á öllum stigum og kennir allt innan hestamennsku, afskaplega sveigjanlegur. Hann getur stokkið til og kennt hverjum sem er og komið með uppbyggileg ráð, oft sett fram með einföldum hætti. Hann hefur einnig eiginleikann að láta nemendur ekki velta sér of mikið upp úr mistökum, sem er afskaplega mikilvægt til að hafa skapandi umhverfi. Þar sem léttleiki og leikur fá að njóta sín, gerast oft skemmtilegir hlutir.

Sérstakt áhugamál Þorsteins er þó skeið. Fyrir utan það að hafa náð góðum árangri sjálfur í skeiðgreinum er hann líklega með reyndustu skeiðkennurum heims í dag þar sem hann hefur séð um skeiðkennsluna á Hólum meira og minna síðustu 10 ár. Það mundi vera 8-10 skeið hópatímar í viku!

Einnig hefur hann mikinn áhuga á að kenna frumtamningar þar sem oft reynir á að efla kjark og traust nemandans.

Steini kennir líka á öðrum vettvangi. Hann hefur komið að Hæfileikamótun LH undanfarinn ár og einmitt tekið á móti þeim hópum á Hólum. Þorsteinn hefur verið þjálfari fyrir ungmenni í landsliðinu, kennir einkatíma og almenn helgarnámskeið hjá hestamannafélögum.

Þorsteinn er reiðkennari ársins fyrir Íslands hönd í kosningu Feif á “Feif trainer/instructor of the year” á vefsíðu FEIF. Kosið verður milli fulltrúa frá mörgum löndum eftir jól.

Við óskum Þorsteini til hamingju og hvetjum ykkur öll til að kjósa þegar opnað verður fyrir valið á FEIF reiðkennara ársins 2023.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira