Uppfærðir stöðulistar fyrir Íslandsmót
14. júlí 2022
Stöðulistar fyrir Íslandsmót fullorðinna og ungmenna hafa verið uppfærðir.
Í fullorðinsflokki eiga 30 pör rétt á þátttöku og 20 pör í ungmennaflokki í hringvallagreinum, í gæðingaskeiði 30 pör í fullorðinsflokki og 15 í ungmennaflokki og í skeiðkappreiðum 20 pör í fullorðinsflokki og 6 í ungmennaflokki.
Skráning á Íslandsmót stendur til miðnættis föstudaginn 15. júlí fyrir knapa á stöðulistum. Knapar sem eru næstir inn eru beðnir um að vera tilbúnir að bregðast við ef sæti losnar.
Íslandsmót fullorðinna og ungmenna verður haldið á Rangárbökkum dagana 20. til 24. júlí nk.
Fréttasafn







