Vel heppnuð miðbæjarreið

5. júní 2023

Landssamband hestamannafélaga og Horses of Iceland héldu vel heppnaða Miðbæjarreið síðastliðinn laugardag. Reiðin vakti að venju töluverða athygli og höfuð margir safnast saman við Hallgrímskirkju til að sjá hestana og hlýða á Raddbandafélagið sem tók nokkur lög. Guðni Halldórsson formaður LH flutti ávarp og kynnti Landsmót 2024 sem haldið verður í Reykjavík. Áslaug Arna Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti einnig ávarp og leiddi reiðina ásamt Sigurbirni Bárðarsyni og Guðna Halldórssyni.

Frá Hallgrímskirkju hélt reiðin niður Skólavörðustíg og áleiðis niður Bankastræti og inn á Austurstræti, fram hjá Austurvelli, Vonarstræti og svo með fram Tjörninni. Allan tíma var fjöldi fólks að fylgjast með og ljóst að reiðin vakti gífurlega athygli þeirra sem voru á ferðinni um miðbæinn. Það var magnað að sjá hversu vel hestarnir okkar brugðust við hinu gífurlega áreiti sem var í bænum. Á sama tíma og reiðin hófst við BSÍ var flugsýning í gangi á Reykjarvíkur flugvelli með tilheyrandi flugvélagný, ekki var að sjá að það hefði nokkur áhrif á þau gæðahross sem þarna voru saman komin.

LH þakkar öllum þátttakendum sem tóku þátt í þessum skemmtilega viðburði. Við vonumst til að sjá ykkur aftur að ári.

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira