10 fulltrúar íslands taka þátt í FEIF Youth Camp
FEIF Youth Camp námsbúðirnar hefjast á morgun 14. júlí og standa til 19. júlí í Ypåjå í Finnlandi.
FEIF Youth Camp eru námsbúðir fyrir þátttakendur á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annara þjóða, auka skilning á menningarlegum mun okkar í nálgun á hestinum og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.
Upphaflega var Íslandi úthlutað 2 sætum, en sökum mikils áhuga frá ungum íslenskum knöpum var okkur boðið að senda út 10 fulltrúa og höfum við aldrei átt jafnmarga fulltrúa á svona viðburði áður. Þetta er ákaflega gleðilegt og sýnir þá miklu grósku sem er í barna og unglingastarfi hestamannafélaganna.
Það sem verður meðal annars á dagskrá er:
· Reiðtúrar á íslenskum hestum í fallegu landslagi
· Hádegisverður við varðeld
· Sýnikennsla og fyrirlestur um flugskeið
· Kynningarferð um Hestaháskóla Ypåjå
· Kynning á finnska hestinum og finnskri hestamenningu
· Vinnustofur: Leðurvinna, járningar
· Kynnast nýjum krökkum og eignast nýja vini
· Farið er í sauna og synt í finnskum vötnum
· Og margt fleira!
Fulltrúar Íslands á FY Camp eru:
Anika Hrund Ómarsdóttir, Fákur
Arna Sigurlaug Óskarsdóttir, Hörður
Arnheiður Júlía Hafsteinsdóttir, Sörli
Erla Rán Róbertsdóttir, Sörli
Eyrún Anna Jóhannesdóttir, Sprettur
Heiðný Edda Widnes, Sleipnir
Hildur María Jóhannesdóttir, Jökull
Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir, Þytur
Sóley Lóa Smáradóttir, Sörli
Sóley Vigfúsdóttir, Sleipnir
Formaður æskulýðsnefndar Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir fylgir hópnum í ferðinni.
Við óskum þessum flottu fulltrúum góðrar ferðar og vonum að reynslan muni efla þau og styrkja í áhugamálinu.
Fréttasafn






Styrktaraðilar







