10 fulltrúar íslands taka þátt í FEIF Youth Camp

13. júlí 2023

FEIF Youth Camp námsbúðirnar hefjast á morgun 14. júlí og standa til 19. júlí í Ypåjå í Finnlandi.

FEIF Youth Camp eru námsbúðir fyrir þátttakendur á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annara þjóða, auka skilning á menningarlegum mun okkar í nálgun á hestinum og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. 

Upphaflega var Íslandi úthlutað 2 sætum, en sökum mikils áhuga frá ungum íslenskum knöpum var okkur boðið að senda út 10 fulltrúa og höfum við aldrei átt jafnmarga fulltrúa á svona viðburði áður. Þetta er ákaflega gleðilegt og sýnir þá miklu grósku sem er í barna og unglingastarfi hestamannafélaganna.

Það sem verður meðal annars á dagskrá er:

·    Reiðtúrar á íslenskum hestum í fallegu landslagi

·    Hádegisverður við varðeld

·    Sýnikennsla og fyrirlestur um flugskeið

·    Kynningarferð um Hestaháskóla Ypåjå 

·    Kynning á finnska hestinum og finnskri hestamenningu

·    Vinnustofur: Leðurvinna, járningar

·    Kynnast nýjum krökkum og eignast nýja vini

·    Farið er í sauna og synt í finnskum vötnum

·    Og margt fleira!

 

Fulltrúar Íslands á FY Camp eru:

Anika Hrund Ómarsdóttir, Fákur

Arna Sigurlaug Óskarsdóttir, Hörður

Arnheiður Júlía Hafsteinsdóttir, Sörli

Erla Rán Róbertsdóttir, Sörli

Eyrún Anna Jóhannesdóttir, Sprettur

Heiðný Edda Widnes, Sleipnir

Hildur María Jóhannesdóttir, Jökull

Jólín Björk Kamp Kristinsdóttir, Þytur

Sóley Lóa Smáradóttir, Sörli

Sóley Vigfúsdóttir, Sleipnir

Formaður æskulýðsnefndar Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir fylgir hópnum í ferðinni.

 

Við óskum þessum flottu fulltrúum góðrar ferðar og vonum að reynslan muni efla þau og styrkja í áhugamálinu.

 

 

 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira