103 stóðhestar í Veltunni!
Ekki klikka á að tryggja þér toll undir einn af þeim glæsihestum sem taka þátt í Stóðhestaveltunni. Opnað verður fyrir sölu á miðum í veltuna kl 12:00 á laugardaginn. Miðaeigendur geta síðan dregið sér toll frá kl 17:00 í Samskipahöllinni í Spretti. Það eru risa stór nöfn í pottinum og allt eru þetta úrvals hestar sem stóðhestaeigendur hafa boðið fram til styrktar landsliðinu. Takk stóðhestaeigendur!
Við hlökkum til að sjá afkvæmin næsta sumar!
Athugið að miðasala á viðbuðrinn sjálfan - ALLRA STERKUSTU, er í fullum gangi, tryggið ykkur miða á forsöluverði. Þá minnum við einnig á að hægt er að kaupa miða í mat, síðast komust færri að en vildu í matinn svo ekki draga það fram á síðustu stundu að næla ykkur í úrvals lambakótilettur með öllu tilheyrandi.
Fyrirkomulag Stóðhestaveltunnar 2025 er þannig að sala á tollum opnar kl 12:00 Laugardaginn 19. apríl á vef LH. Milli klukkan 17:00 og 19:00 veður hægt að draga tolla í Samskipahöllinni, gegn framvísun greiðslukvittunar. Þeir sem hafa ekki kost á að mæta og draga toll eða fá einhvern fyrir sig í verkefnið, geta óskað eftir því að starfsmenn LH dragi tollinn.
Miðaverð fyrir hvern toll er 70.000 kr. Athugið að að girðinga-, hús-, eða sæðingagjald er ekki innifalið.
Ekki láta þitt eftir liggja, tryggðu þér toll og hjálpaðu liðinu að komast einu skrefi nær Gullinu á HM í Sviss!
Áfram Ísland!
Við kynnum síðustu stóðhestana til leiks:
Hér eru upplýsingar um aðra hesta í veltunni
Fréttasafn






Styrktaraðilar







