Stóðahestaveltan allir hestarnir í pottinum

18. apríl 2025

Nú er sólarhringur þar til Stóðhestaveltan opnar. Alls eru 103 úrvals stóðhestar í pottinum. Stuðningur stóðhestaeigenda við Landslið Íslands er ómetanlegur. Það er lífæð landsliðsins að hafa svo dygga bakhjarla. Stuðningurinn er þó ekki einungis landsliðinu til heilla heldur hefur Stóðhestaveltan um margra áraskeið átt þátt í að skapa nýja gæðinga sem hafa birst okkur bæði á keppnisvellinum en einnig skapað úrvals reiðhesta fyrir hinn almenna hestamann, sem sumir hverjir hafa stigið sín fyrstu skref í hrossarækt eftir að hafa keypt sér toll í veltunni.

Stóðhestaeigendur hafa þannig með sínu framlagi ýtt undir velgengni Íslands á stórmótum og fjölgað tækifærum hins almenna hestamanns í ræktun.

Við vonum að hestamenn um land allt næli sér í toll í veltunni og að við fáum að frétta af afrekum afkvæmanna þegar fram líða stundir. Því það er deginum ljósara að margir stórglæsilegir hestar eiga eftir að líta dagsins ljós þar sem hver tollur er öðrum betri í Stóðhestaveltunni í ár.

Takk Stóðhestaeigendur fyrir ykkar framlag!

 

Hér má sjá heildarlista stóðhesta sem taka þátt í veltunni í ár:

IS númer Stóðhestur AE Eigandi
IS2015184872 Sindri frá Hjarðatúni 8,99 Einhyrningur ehf. / Bjarni Elvar Pétursson / Kristín Heimisdóttir
IS2012181608 Þráinn frá Flagbjarnarholti 8,95 Þráinsskjöldur ehf.
IS2013187660 Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum 8,94 Olil Amble
IS2006187114 Spuni frá Vesturkoti 8,92 Hulda Finnsdóttir
IS2008188560 Kolskeggur frá Kjarnholtum 8,86 Magnús Einarsson
IS2013166214 Þór frá Torfunesi 8,80 Torfunes ehf.
IS2007186992 Jarl frá Árbæjarhjáleigu 8,78 Marjolijn Tiepen
IS2015164068 Leynir frá Garðshorni á Þelamörk 8,77 Alexandra Jensson
IS2012181660 Atlas frá Hjallanesi 8,76 Atlasfélagið 1660 ehf
IS2011188560 Rauðskeggur frá Kjarnholtum 8,76 Magnús Einarsson
IS2015186939 Seðill frá Árbæ 8,75 Maríanna Gunnarsdóttir
IS2012137485 Sægrímur frá Bergi 8,75 Jón Bjarni Þorvarðarson
IS2009101044 Skaginn frá Skipaskaga 8,73 Skipaskagi ehf.
IS2015181912 Gandi frá Rauðalæk 8,72 Dysterud Breeding AS
IS2018135715 Hrafn frá Oddsstöðum I 8,71 Sigurður Oddur Ragnarsson / Jakob Svavar Sigurðsson
IS2017188670 Ottesen frá Ljósafossi 8,71 Björn Þór Björnsson / Svanheiður Lóa Rafnsdóttir
IS2016184872 Frosti frá Hjarðartúni 8,70 Einhyrningur ehf. / Bjarni Elvar Pétursson / Kristín Heimisdóttir
IS2018187052 Hljómur frá Auðsholtshjáleigu 8,69 Gunnar Arnarson ehf.
IS2010181398 Roði frá Lyngholti 8,69 Bergrún Ingólfsdóttir / Skarphéðinn Hilbert Ingason
IS2018166202 Hervir frá Torfunesi 8,68 Sigurbjörn Bárðarson
IS2013181608 Hylur frá Flagbjarnarholti 8,68 Heimahagi Hrossarækt ehf
IS2011135727 Forkur frá Breiðabólsstað 8,67 Elísabet Halldórsdóttir / Ólafur Flosason
IS2018164069 Valíant frá Garðshorni á Þelamörk 8,66 Ólafur Gunnarsson / Katla Sif Snorradóttir
IS2006135513 Skálmar frá Nýjabæ 8,64 Jökull Helgason
IS2013164067 Adrían frá Garðshorni á Þelamörk 8,63 Adríanfjélagið ehf.
IS2006165663 Gangster frá Árgerði 8,63 Herdís Ármannsdóttir / Stefán Birgir Stefánsson
IS2012184667 Dagfari frá Álfhólum 8,62 Sara Ástþórsdóttir
IS2015155040 Atli frá Efri-Fitjum 8,61 Magnús Andrésson / Tryggvi Björnsson
IS2017125110 Guttormur frá Dallandi 8,61 Hestamiðstöðin Dalur ehf. / Gunnar Dungal
IS2017187902 Glampi frá Skeiðháholti 8,60 Tanja Rún Jóhannsdóttir / Vilmundur Jónsson
IS2018101038 Agnar frá Margrétarhofi 8,59 Margrétarhof hf
IS2015158097 Vigri frá Bæ 8,59 Höfðaströnd ehf.
IS2017158627 Fróði frá Flugumýri 8,58 Alexandra Jensson / Eyrún Ýr Pálsdóttir
IS2018165656 Muninn frá Litla-Garði 8,56 Herdís Ármannsdóttir / Stefán Birgir Stefánsson
IS2015184975 Pensill frá Hvolsvelli 8,55 Ásmundur Þór Þórisson / Helga Friðgeirsdóttir
IS2018125228 Þórshamar frá Reykjavík 8,55 Leó Geir Arnarson
IS2008187983 Hreyfill frá Vorsabæ 8,54 Björn Jónsson / Stefanía Sigurðardóttir
IS2017186512 Liðsauki frá Áskoti 8,54 Jakob S. Þórarinsson
IS2010180716 Ljósvaki frá Valstrýtu 8,54 Guðjón Árnason/Árni Björn Pálsson
IS2017157368 Suðri frá Varmalandi 8,53 Birna M. Sigurbjörnsdóttir / Sigurgeir F. Þorsteinsson
IS2018181604 Svarti-Skuggi frá Pulu 8,53 Jóhann Kristinn Ragnarsson / Theódóra Þorvaldsdóttir
IS2018186733 Gauti frá Vöðlum 8,52 Margeir Þorgeirsson / Ólafur Brynjar Ásgeirsson
IS2016155119 Sindri frá Lækjamóti II 8,52 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal
IS2013125469 Safír frá Mosfellsbæ 8,51 Dhr. M. van Leeuwen / Mw. N. Hofkens
IS2016186593 Sólfaxi frá Herríðarhóli 8,51 Grunur ehf./Egger-Meier Anja/Kronshof GbR
IS2016158976 Frami frá Hjarðarholti 8,50 Jósef Gunnar Magnússon / Sigrún Lóa Jósefsdóttir
IS2001137637 Arður frá Brautarholti 8,49 Bergsholt sf / HJH Eignarhaldsfélag ehf
IS2015186669 Blesi Heysholti 8,48 Guðrún Lóa Kristinsdóttir
IS2020186644 Dalvar frá Efsta-Seli 8,48 Ásbjörn Helgi Árnason / Daníel Jónsson
IS2014187937 Már frá Votumýri 8,48 Gunnar Már Þórðarson
IS2019158127 Sínus frá Bræðraá 8,48 Nói Sigurðsson
IS2018182122 Steinn frá Stíghúsi 8,48 Guðbrandur Stígur Ágústsson
IS2019164227 Fenrir frá Finnastöðum 8,47 Björgvin Daði Sverrisson / Helena Ketilsdóttir
IS2007157591 Knár frá Ytra-Vallholti 8,47 Bjarni Jónasson / Anja Egger-Meier
IS2019156813 Bylur frá Geitaskarði 8,46 Brynjólfur Stefánsson / Sigurður Örn Ágústsson
IS2017165310 Logi frá Staðartungu 8,45 Ingólfur Jónsson / Sverrir Hermannsson
IS2015186735 Prins frá Vöðlum 8,45 Þorgeir Óskar Margeirsson
IS2017101042 Sjafnar frá Skipaskaga 8,45 E. Alfreðsson slf.
IS2014181118 Askur frá Holtsmúla 1 8,44 Miriam Dehnelt / Ásmundur Ernir Snorrason
IS2019186817 Reginn frà Lunansholti III 8,44 Ketill Arnar Halldórsson
IS2019187571 Ringó frá Austurási 8,44 Austurás hestar ehf / Anne Bredahl Rasmussen
IS2011176178 Glampi frá Ketilsstöðum 8,43 Bergur Jónsson
IS2015125421 Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. 8,43 Boði ehf.
IS2019158592 Loftur frá Kálfsstöðum 8,42 Kálfsstaðir
IS2020137017 Njörður frá Hrísakoti 8,41 Sif Matthíasdóttir
IS2015158542 Þróttur frá Syðri -Hofdölum 8,41 Friðrik Andri Atlason / Jón Helgi Sigurgeirsson
IS2019101178 Hinrik frá Hásæti 8,39 Fjölnir Þorgeirsson / Hans Þór Hilmarsson
IS2019102006 Karl frá Kráku 8,39 Flemming Fast / Gitte Fast Lambertsen
IS2018182575 Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum 8,38 Helgi Jón Harðarson
IS2017156275 Hugur frá Hólabaki 8,38 Georg Kristjánsson, Sigurður Sigurðsson
IS2018184995 Aspar frá Hjarðartúni 8,37 Hjarðartún ehf / Birgitta Bjarnadóttir
IS2014158506 Hákon frá Vatnsleysu 8,37 Björn Friðrik Jónsson
IS2016188372 Kjalar frá Hvammi I 8,37 Erna Óðinsdóttir / Helgi Kjartansson
IS2009188691 Vökull frá Efri-Brú 8,37 Hestar ehf.
IS2014186187 Heiður frá Eystra-Fróðholti 8,36 Ársæll Jónsson / Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir
IS2010155344 Eldur frá Bjarghúsum 8,35 Hörður Óli Sæmundsson / Jessie Huijbers
IS2019101356 Hávar frá Óskarshóli 8,34 Nicki Pfau
IS2020156107 Kvarði frá Hofi 8,34 Eline Manon Schrijver / Jón Gíslason / Viðar Ingólfsson
IS2012158455 Þinur frá Enni 8,34 Ástríður Magnúsdóttir / Viktoría Huld Hannesdóttir
IS2020156818 Fleygur frá Geitaskarði 8,32 Sigurður Örn Ágústsson
IS2019185270 Sólstafur frá Bakkakoti 8,32 Hestvit ehf.
IS2014187804 Útherji frá Blesastöðum 8,32 Bragi Guðmundsson / Sveinbjörn Bragason / Valgerður Þorvaldsdóttir / Þórunn Hannesdóttir
IS2018157338 Viskusteinn frá Íbishóli 8,32 Elísabet María Jónsdóttir
IS2009167169 Hringur frá Gunnarsstöðum 8,30 Ragnar Már Sigfússon
IS2018137637 Hvarmur frá Brautarholti 8,28 Snorri Kristjánsson
IS2019180326 Fálki frá Traðarlandi 8,26 Elva Björk Sigurðardóttir / Ríkharður Flemming Jensen
IS2013156386 Vísir frá Kagaðarhóli 8,25 Kleifanef ehf. / Austurkot ehf. / Gísli K. Kjartansson / Hugrún Jóhannsdóttir / Páll Bragi Hólmarsson
IS2020186733 Svartur frá Vöðlum 8,22 Ástríður Lilja Guðjónsdóttir / Margeir Þorgeirsson
IS2017158501 Ísar frá Vatnsleysu 8,21 Hestar ehf.
IS2014187114 Sproti frá Vesturkoti 8,21 HJH Eignarhaldsfélag
IS2020188560 Svartskeggur frá Kjarnholtum 8,20 Durgur ehf. og Herdís Kristín Sigurðardóttir
IS2017182581 Gýmir frá Skúfslæk 8,16 Lárus Finnbogason
IS2015181838 Amadeus frá Þjóðólfshaga 8,15 Sigurður Sigurðarson
IS2019164301 Andvari frá Kerhól 8,14 Þór Jónsteinsson
IS2019135806 Dúx frá Skáney 8,12 Randi Holaker / Haukur Bjarnason
IS2020157683 Flygill frá Íbishóli 8,11 Glódís Rún Sigurðardóttir / Sunnuhvoll ehf.
IS2019101721 Kópur frá Hrafnshóli 8,09 Grunur ehf./ Anja Egger-Meier
IS2020182315 Viktor frá Hamarsey 8,09 Hannes Sigurjónsson / Inga Cristina Campos
IS2019184741 Náttfari frá Strandarhöfði 8,08 Strandarhöfuð ehf.
IS2017136937 Röðull frá Haukagili Hvítársíðu 8,08 Ágúst Þór Jónsson
IS2017135814 Abel frá Skáney 8,06 Haukur Bjarnason
IS2020187660 Eldjárn frá Syðri-Gegnishólum 8,06 Olil Amble
IS2007182575 Hákon frá Ragnheiðarstöðum 7,97 Ræktunarfélagið Hákon ehf.

Fréttasafn

Eftir Berglind Karlsdóttir 7. nóvember 2025
Það er í mörg horn að líta í afreksmálum sérsambands af þeirri stærðargráðu sem Landssamband Hestamannafélaga er.  Nú á haustdögum hefur landsliðsnefnd LH unnið að skoðun afreksmálanna í heild sinni og fjölmargir komið að þeirri vinnu ásamt starfshópnum sem skipaður var til verksins af stjórn LH. Samningar landsliðsþjálfaranna voru í gildi fram í lok september 2025 og runnu þar með sitt skeið og í kjölfarið hafa ýmsar hliðar afreksmálanna verið skoðaðar með það í huga að styrkja starfið enn frekar. Afreks- og landsliðsnefnd hefur á þessum tíma unnið skýran ramma um afreksstarfið byggt á afreksstefnu LH og ÍSÍ, skilgreint verkefni og skyldur þjálfara landsliðanna ásamt verkefnum og skyldum afreksstjóra LH. Þar að auki haf ýmsir verkferlar verið bættir innan afreksstarfsins og þeirra hópa sem starfrækir eru innan þess. Valteymi var sett á laggirnar til aðstoðar þjálfurum hópanna við val í afrekshópa. Valteymið samanstendur af þjálfara hvers hóps ásamt formanni landsliðsnefndar og afreksstjóra LH. Valteymið aðstoðar við gagnaöflun, greiningu árangurs og undirbúning valferlis fyrir hópana og hefur ráðgefandi hlutverk. Landsliðsþjálfari/yfirþjálfari Hæfileikamótunar hefur þó endanlegt ákvörðunarvald um val í hópa sína og ber ábyrgð á því vali. Hóparnir sem starfa undir afreksstarfi LH eru Hæfileikamótun LH, U21-landsliðið og A-landslið. 42 verðandi afreksknapar á aldrinum 14-17 ára voru á dögunum teknir inn í Hæfileikamótun LH sem samanstendur af tveimur hópum. Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar er fullur tilhlökkunnar inn í starfsárið sem hefst þegar fyrsti hópur fer námsferð að Hólum í komandi viku. Svo verða vinnuhelgar eftir áramótin með eigin hest og tveir stórir fræðsludagar með sýnikennslum, fyrirlestrum og foreldrafundi. Hvað landsliðin tvö varðar er það skýrt markmið landsliðsnefndar að sterkustu knapar landsins hverju sinni skipi landsliðshópa LH sem starfrækir eru yfir árið. Landsliðsumgjörðin veitir hópunum reglulega fræðslu og utanumhald, vinnur að fjáröflunarmálum með ýmsum viðburðum og veitir knöpum hópanna tækifæri á að efla og styrkja sig sem afreksknapa árið um kring samhliða því að sinna íþróttinni á sínum heimavelli. Því er það stefnan að landsliðshóparnir nái yfir afreksknapana okkar og eðli málsins samkvæmt þrengjast svo hóparnir þegar líður að stórmótum líkt og HM um þá knapa og hesta sem eru í baráttu um sæti í lokahóp og staðfest er hvaða hestar eru í boði inn í verkefnið. Hlutverk hvers knapa þegar kemur að lokahóp fyrir stórmót skal vera skýrt og við kynningu lokahópa verða varaknapar tilkynntir og þeir hafa gríðarlega mikilvægt hlutverk alveg fram að brottför hrossa frá Íslandi á HM. Nú vinnur afreks- og landsliðsnefnd að því að finna landsliðsþjálfara U21 og A-landsliðanna til starfa, og áhugasömum þjálfaraefnum er bent á að hafa samband við Sigurbjörn Eiríksson formann landsliðsnefndar landslidsnefnd@lhhestar.is eða Berglindi Karlsdóttur framkvæmdarstjóra LH berglind@lhhestar.is og láta þannig vita að sér.
6. nóvember 2025
Íslenska landsliðinu í hestaíþróttum var boðið til móttöku á Bessastöðum, þar sem forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Björn bóndi hennar tóku móti hópnum. Tilefni boðsins var frábær árangur Íslenska landsliðsins á HM í Sviss sl. sumar en íslenska landsliðið hlaut alls 9 gullverðlaun á mótinu auk þess að vinna liðabikarinn, stigahæst liða á mótinu. Mótakan var hin hátíðlegasta og var landsliðinu mikill heiður sýndur með því að vera boðið til hennar. Halla fór fögrum orðum um íslenska hestinn sem einn mikilvægasta sendiherra Íslands, því hvert sem hún færi bæri fljótlega á góma íslenski hesturinn og hans sérstaka lundarfar og gangtegundirnar fimm. Einnig hafði hún á orði hversu mikið afrek það væri að vinna liðabikarinn þar sem liðsheildin væri mikilvæg. Svo var gestum boðið að rölta um hið merka hús á Bessastöðum, skoða listaverkin og gjafir hinna ýmsu þjóðhöfðingja í gegnum tíðina, sem prýða húsið. Að lokum var stillt upp fyrir hópmyndatöku á tröppunum á Bessastöðum í haustblíðunni.
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira