Áhugamannamót Íslands fer fram á Akranesi

19. júlí 2024

Áhugamannamót Íslands fer fram dagana 9.-11. ágúst á Æðarodda félagssvæði Dreyra. Þátttökurétt hafa allir sem náð hafa 22 ára aldri og hafa ekki keppt í meistaraflokki í íþróttakeppni á síðastliðnum 5 árum. Á sama tíma fer fram Opið íþróttamót Dreyra.

Undirbúningur er í fullum gangi og tínast styrktaraðilar í hús hver af öðrum. Þeir sem hafa áhuga að að styrkja mótið mega endilega setja sig í samband við Magnús Karl Gylfason: magnusgylfa@gmail.com

Skráningu lýkur á miðnætti 5. ágúst . Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður greinar náist ekki þáttaka í greinum.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. 

Keppt verður í eftirfarandi greinum á Áhugamannamóti:

1. flokkur: V2, T3, F2, T4, Gæðingaskeið, 100m skeið, A-flokk og B-flokk.

Opið Íþróttamót Dreyra:

Opinn flokkur: V2, T3, F2, T4, Gæðingaskeið, 100m skeið

2. flokkur: V5, T7

Ungmenni: V2, T3, F2, T4, Gæðingaskeið, 100m skeið

Unglingar: V2, T3, F2, T4

Börn: V5, T7

 

Knapar sem óska eftir hesthúsplássi á meðan mótinu stendur verða að láta Mótanefnd Dreyra vita fyrir miðvikudaginn 6.8.24

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira