Síðasti skráningardagur fyrir Íslandsmót er í dag

19. júlí 2024

Í dag er síðasti skráningardagur á Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum sem haldið verður í Víðdal í næstu viku. Það er Hestamannafélagið Fákur sem heldur mótið dagana 24.júlí – 28.júlí. Þátttökurétt eiga þau pör sem hafa náð lágmörkum í hverri grein á þessu ári ekki síðar en 19. júlí en þá lýkur skráningu á mótið.

Pör sem náð hafa lágmörkum í hringvallagreinum í fullorðinsflokki og ungmennaflokki hafa heimild til að taka þátt á mótinu. Lágmörk gilda einnig í skeiðgreinum, 100m, 150m, 250m og gæðingaskeiði. Í Gæðingalist eru það fyrir 15 sem skrá sig.

Víðidalurinn mun án efa skarta sínu fegursta og það verður spennandi að fylgjast með bestu hestum og knöpum landsins etja þar kappi.

Skráning er hafin og lýkur 19. júlí kl 23:59. Skráningagjald í hverja grein eru 15.000kr. Skráning fer fram í sportfeng og velja þar Fák sem mótshaldara.

Facebooksíða mótsins:   Íslandsmót 2024 Facebook

 

Þau lágmörk sem pör skulu hafa náð eru eftirfarandi;

F1 – Fullorðnir 6,80

F1 – Ungmenni 6,10

V1 – Fullorðnir 7,00

V1 – Ungmenni. 6,50

T1 - Fullorðnir. 7,40

T1 – Ungmenni. 6,60

T2 - Fullorðnir. 7,00

T2 - Ungmenni 6,20

PP1 – Fullorðnir 7,10

PP1 – Ungmenni 5,90

P2 100m – Fullorðnir 8,0 sek

P2 100m – Ungmenni 9,0 sek

P3 150m – Opinn flokkur 15,40 sek

P3 1500m - Ungmenni 17,00 sek

P1 250m - Opinn flokkur 24,80 sek

P1 250m – ungmenni 26,00 sek

Gæðingalist – Fullorðnir – Fyrstu 15 sem skrá.

Gæðingalist – Ungmenni – Fyrstu 15 sem skrá.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira