Auglýst er eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH

12. október 2022

LH auglýsir eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH veturinn 2022/2023, fyrir 14-17 ára (unglingaflokkur).

Í Hæfileikamótun LH 2022-2023 verður lögð áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa framtíðarinnar sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni. Hæfileikamótun LH er því ein af leiðunum inn í U21 landsliðshóp LH og gefur einnig möguleika á að taka þátt í verkefnum á vegum landsliðsins.

Drög að dagskrá vetrarins er eftirfarandi:

  • Heimsókn að Hólum um mánaðarmótin nóvember/desember  - Metnaðarfull námshelgi með reiðtímum á skólahestum Hólaskóla ásamt sýnikennslu og fyrirlestrum frá reiðkennurum Hólaskóla og öðru fagfólki.
  • Tvær stórar kennsluhelgar eftir áramót þar sem allur hópurinn kemur saman á einum stað með sína keppnishesta. - Reiðkennsla, sýnikennsla og fyrirlestrar. Hópurinn kemur saman á föstudegi og er gist í tvær nætur. Hesthúspláss á staðnum.
  • Kennsla á keppnisvelli - Einn reiðtími í upphafi keppnistímabils utanhúss.
  • Lokahittingur í maí/júní þar sem allir hittast í hópefli og fræðslu
  • Þátttaka í viðburðum á vegum landsliðsnefndar og landsliðhópa LH.

Yfirkennari er Sigvaldi Lárus Guðmundsson sem mun kenna öllum hópum ásamt aðstoðarkennurum hverju sinni.

Við val inn í Hæfileikamótun ár hvert er stuðst við nokkur atriði:

  • Keppnisárangur sl. tveggja ára er metinn og horft til þátttöku á stærri mótum (t.d. Íslandsmót, Landsmót og Reykjavíkurmót)
  • Þátttaka í Hæfileikamótun fyrri ára, hafi kanpar tekið þátt áður (t.d. ástundun, áhugi og framfarir)
  • Áhugi og dugnaður í hestamennsku – framtíðarknapar Íslands (áhugasamir og efnilegir knapar sem eiga framtíðina fyrir sér)

Þátttökugjald er kr. 75.000. Innifalið er:

  • Reiðkennsla – þrjár kennsluhelgar og dagur úti á velli
  • Rúta og gisting ásamt fæði á Hólum í Hjaltadal
  • Tvær gistinætur hverja kennsluhelgi, ásamt fæði og hesthúsaplássi
  • Fyrirlestrar og sýnikennsla á kennsluhelgum
  • Dagsferð að vori, hópefli og fræðsla
  • Merktur jakki frá TopReiter

Umsóknarfrestur er  25. október 2022

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira