U-21 árs landslið Íslands í bígerð

17. október 2022

Nú er undirbúningsvinna fyrir komandi tímabil hjá U-21 árs landsliðshópnum komin á fullan skrið.  

Á næsta ári er stóra verkefni landsliðsins HM íslenska hestsins í Hollandi og þangað ætlum við með okkar allra sterkustu keppnispör frá Íslandi og einungis 5 ungmenni verða valin til keppni þar.

Með þetta stóra verkefni í huga mun áhersla Heklu Katharínu Kristinsdóttur landsliðsþjálfara á árinu 2023 vera sú að einungis sterkustu pörin (knapi og hestur) sem bjóðast hverju sinni verða í landsliðshópnum.

Einnig skal landsliðsþjálfari hafa í huga sem mesta breidd í liðinu (sterkustu fimmgangspörin, sterkustu fjórgangspörin og sterkustu pörin í skeiðgreinum).  

Fyrir liggur að landsliðþjálfari mun fækka í landsliðshópnum frá síðasta ári með ofangreint markmið í huga. Stærð fyrsta úrtaks í landsliðshóp er á bilinu 10-12 knapar.

Rétt er að taka fram að knapar sem ekki eru valdir að þessu sinni eiga jafn mikinn möguleika og allir aðrir til þess að sanna sig á undirbúningstímabilinu sem og á komandi keppnistímabili til þess að ávinna sér sæti í landsliðshópnum og mun landsliðsþjálfari fylgjast grannt með stöðu mála og bæta knöpum í hópinn eftir því sem þurfa þykir.  

Nýr landsliðshópur (fyrsta úrtak) fyrir árið 2023 verður kynntur nú í nóvember. 

Vetrarstarfið hjá hópnum fer af stað strax í desember, og er nokkuð þétt alveg fram á vor og sumar þegar endanlegur hópur fyrir HM verður kynntur. 

Þjálfun, mælingar og ýmsir hittingar eru skipulagðir yfir tímabilið, og knapar liðsins þurfa svo sannarlega að hafa fyrir sínum sætum í hópnum.  

 Það er stórt ár framundan og mikill hugur í þeim sem að landsliðsstarfinu koma í þeim verkefnum sem framundan eru.  

Áfram Ísland 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira