B-úrslita dagur

10. ágúst 2025

Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki. 

Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki. 


Dagurinn byrjaði á B-úrslitum í slaktaumatölti ungmenna en það var hin sænska Lilly Björsell og Börkur frá Kleiva sem sigruðu með einkunn upp á 7.08. Í A-úrslitum sem fara fram á morgun í slaktaumatölti ungmenna á Ísland einn keppanda en Lilja Rún Sigurðardóttir og Arion frá Miklholti keppa í þeim flokki fyrir Íslands hönd. 


Á eftir slaktaumatölti ungmenna var komið að æsispennandi B-úrslitum í fimmgangi í fullorðinsflokki en þar keppti Þórarinn Ragnarsson og Herkúles frá Vesturkoti og hlutu í einkunn 6,38 sem dugði því miður ekki upp í A-úrslit. Það var hin danska Anne Frank Andresen og Vökull frá Leirubakka sem sigruðu B-úrslitin með einkunina 7.17 og mæta þar af leiðandi íslensku knöpunum þeim Elvari Þormarssyni á Djáknar frá Selfossi og Glódísi Rún Sigurðardóttur á Snilling frá Íbishóli í A-úrslitum á morgun 


Næst voru það B-úrslit í fjórgangi ungmenna en úrslitin sigraði hin finnska Miina Sarsama og Freir fra Kaakkola með einkunn upp á 6.57. Þau mæta því Védísi Huld Sigurðardóttur og Ísak frá Þjórsárbakka í A-úrslitum. Þá voru það B-úrslit í fjórgangi í fullorðinsflokki en þau sigruðu Jóhann Rúnar Skúlason og Evert fra Slippen með einkunn upp á 7,33 en þeir keppa fyrir hönd danska landsliðsins. Í A-úrslitum fyrir Ísland keppa Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað.


Í B-úrslitum í tölti ungmenna kepptu þau Herdís Björg Jónsdóttir og Kormákur frá Kvistum og áttu þau stórgóða sýningu upp á 6,61 og þriðja sæti í þeim úrslitum. Sigurvegari B-úrslita í tölti ungmenna eru þau Livni Leitner og Klassi frá Arnarstaðakoti með einkunn upp á 7.00 og mæta þau Íslensku keppendunum  Lilju Rún Sigurjónsdóttur og Arion frá Mikholti, Þórgunni Þórarinsdóttir með Djarf frá Flatatungu og  Védísi Huld Sigurðardóttir með Ísak frá Þjórsárbakka. 


Þá var komið að feiknar sterkum B-úrslitum í tölti fullorðinna en þar kepptu Jóhanna Margrét og Assa frá Miðhúsum fyrir hönd Íslands. Þau skiluðu glæsilegri sýningu sem skilaði þeim inn í A-úrslit og verður gaman að fylgjast með gengi þeirra á morgun en þær hlutu í einkunn 7.61! 


Síðustu B-úrslit mótsins voru í slaktaumatölti en þar kepptu Sara Sigurbjörnsdóttir og Spuni vom Heesberg og skiluðu sýningu upp á 7.17. Það dugði þeim því miður ekki í A-úrslit. Ísland á tvo fulltrúa í slaktaumatölti en það eru þær Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum.



Fréttasafn

25. september 2025
Dagur þjálfarans
10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira