B-úrslita dagur
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
Dagurinn byrjaði á B-úrslitum í slaktaumatölti ungmenna en það var hin sænska Lilly Björsell og Börkur frá Kleiva sem sigruðu með einkunn upp á 7.08. Í A-úrslitum sem fara fram á morgun í slaktaumatölti ungmenna á Ísland einn keppanda en Lilja Rún Sigurðardóttir og Arion frá Miklholti keppa í þeim flokki fyrir Íslands hönd.
Á eftir slaktaumatölti ungmenna var komið að æsispennandi B-úrslitum í fimmgangi í fullorðinsflokki en þar keppti Þórarinn Ragnarsson og Herkúles frá Vesturkoti og hlutu í einkunn 6,38 sem dugði því miður ekki upp í A-úrslit. Það var hin danska Anne Frank Andresen og Vökull frá Leirubakka sem sigruðu B-úrslitin með einkunina 7.17 og mæta þar af leiðandi íslensku knöpunum þeim Elvari Þormarssyni á Djáknar frá Selfossi og Glódísi Rún Sigurðardóttur á Snilling frá Íbishóli í A-úrslitum á morgun
Næst voru það B-úrslit í fjórgangi ungmenna en úrslitin sigraði hin finnska Miina Sarsama og Freir fra Kaakkola með einkunn upp á 6.57. Þau mæta því Védísi Huld Sigurðardóttur og Ísak frá Þjórsárbakka í A-úrslitum. Þá voru það B-úrslit í fjórgangi í fullorðinsflokki en þau sigruðu Jóhann Rúnar Skúlason og Evert fra Slippen með einkunn upp á 7,33 en þeir keppa fyrir hönd danska landsliðsins. Í A-úrslitum fyrir Ísland keppa Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað.
Í B-úrslitum í tölti ungmenna kepptu þau Herdís Björg Jónsdóttir og Kormákur frá Kvistum og áttu þau stórgóða sýningu upp á 6,61 og þriðja sæti í þeim úrslitum. Sigurvegari B-úrslita í tölti ungmenna eru þau Livni Leitner og Klassi frá Arnarstaðakoti með einkunn upp á 7.00 og mæta þau Íslensku keppendunum Lilju Rún Sigurjónsdóttur og Arion frá Mikholti, Þórgunni Þórarinsdóttir með Djarf frá Flatatungu og Védísi Huld Sigurðardóttir með Ísak frá Þjórsárbakka.
Þá var komið að feiknar sterkum B-úrslitum í tölti fullorðinna en þar kepptu Jóhanna Margrét og Assa frá Miðhúsum fyrir hönd Íslands. Þau skiluðu glæsilegri sýningu sem skilaði þeim inn í A-úrslit og verður gaman að fylgjast með gengi þeirra á morgun en þær hlutu í einkunn 7.61!
Síðustu B-úrslit mótsins voru í slaktaumatölti en þar kepptu Sara Sigurbjörnsdóttir og Spuni vom Heesberg og skiluðu sýningu upp á 7.17. Það dugði þeim því miður ekki í A-úrslit. Ísland á tvo fulltrúa í slaktaumatölti en það eru þær Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum.
Fréttasafn








