Bílaumboðið Askja styrkir íslenska landsliðið í hestaíþróttum
12. desember 2022
Bílaumboðið Askja er komið í hóp aðalstyrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðs- og afreksnefndar LH, Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri Öskju og Sigríður Rakel Ólafsdóttir markaðsstjóri Öskju undirrituðu samstarfssamning til tveggja ára.
Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda.
Þessi samningur er landsliðinu í hestaíþróttum afar mikilvægur enda er Heimsmeistaramót í Hollandi framundan á næsta ári.
Landssamband hestamannafélaga þakkar stuðninginn.
Fréttasafn







