HM ÍSLENSKA HESTSINS 7.-13. ÁGÚST Í OIRSCHOT (EINDHOVEN)

9. desember 2022

Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2023 verður haldið í Eindhoven í Hollandi. Vita Sport býður upp á ferðir á mótið í samstarfi við Landssamband hestamannafélga.

Flogið verður til Amsterdam og Brussel og ekið þaðan til Eindhoven þar sem farþegar Vita gista á góðum hótelum. 

Í boði er:

  • 8 daga ferð, brottför 6. ágúst, verð kr. 229.500 
  • 4ra daga helgarferð, brottför 10. ágúst, verð kr. 183.500 

Innifalið í verði:

Flug og flugvallaskattar
Töskuheimild 23 kg
Akstur til / frá flugvelli á/frá hóteli erlendis
Gisting  með morgunmat.
Viku eða helgarpassi á mótið - eftir því sem við á.
“Spekingar spjalla” Móttaka og léttar veitingar (Ath - á aðeins við vikuferðirnar)
Daglegar ferðir milli hótels og mótsvæðis.
Íslensk fararstjórn

Eindhoven er mjög skemmtileg 220.000 manna borg í um 130 km akstursfjarlægð bæði frá Amesterdam og Brussel.   Mikið úrval verslana og góðra veitingastaða er miðbænum. Mótið sjálft fer fram í  Oirschot, litlum skemmtilegum bæ í útjaðri Eindhoven.  Daglegar ferðir milli hótels og mótssvæðis og tekur aksturinn um 15 mín.

Tvisvar áður hefur Heimsmeistaramót verið haldið í Oirschot við mikla ánægju þeirra sem þau mót sóttu, bæði keppenda og áhorfenda enda öll framkvæmd glæsileg. 
Framkvæmdaraðilar eru þeir sömu og þeir vita hvað til þarf til að mótið verði eins glæsilegt og hægt er.  

Móttaka ; "Spekingar spjalla" verður fyrir farþega Vita þar sem léttar veitingar verða í boði og spáð verður í spilin varðandi framvindu mótsins.  

Gisting og samgöngur

Gist í miðborg Eindhoven á mjög góðum hótelum ; Inntel Art, Holiday Inn og Crown. 

Öll eru þetta mjög góð hótel, að okkar mati,  fá mjög góðar umsagnir á samfélagsmiðlum og eru vel  staðsett gagnvart bænum og mótinu.
Góður morgunmatur og  þráðlaust net á öllum herbergjum.
Ferðir fyrir farþega Vita eru milli hótels og mótsvæðis ( ca 15 km ).  Aksturinn tekur um 15 mín.
Góður morgunmatur og þráðlaust net á öllum herbergjum.

Miðar á mótið

Miðarnir á mótið eru svo staðsettir á besta stað í „Íslendingastúkunni“.

Spekingar spjalla

Fyrir utan hefðbundna dagskrá mótsins verður sérstök dagskrá fyrir farþega Vita Sport.  Vel valdir spekingar mæta á hótelið og spá í framvindu mótsins með farþegum okkar. Það hefur ávallt verið áhugaverð samkoma. Sú uppákoma er einungis fyrir farþega Vita Sport, sem býður upp á léttar veitingar á meðan spjallað er.

Frekari upplýsingar.

Frekari upplýsingar veitum við í gegnum netfangið sport@vita.is eða í gegnum síma 570-4472.

ATH að verðin sem sjá má hér á netinu eiga við ef bókað er í bókunarvélinni á Vita-síðunni, en ef bókað er í gegnum síma eða tölvupóst bætast 2.500 kr. bókunargjald á hvern farþega.

 

 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira