HM ÍSLENSKA HESTSINS 7.-13. ÁGÚST Í OIRSCHOT (EINDHOVEN)

9. desember 2022

Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2023 verður haldið í Eindhoven í Hollandi. Vita Sport býður upp á ferðir á mótið í samstarfi við Landssamband hestamannafélga.

Flogið verður til Amsterdam og Brussel og ekið þaðan til Eindhoven þar sem farþegar Vita gista á góðum hótelum. 

Í boði er:

  • 8 daga ferð, brottför 6. ágúst, verð kr. 229.500 
  • 4ra daga helgarferð, brottför 10. ágúst, verð kr. 183.500 

Innifalið í verði:

Flug og flugvallaskattar
Töskuheimild 23 kg
Akstur til / frá flugvelli á/frá hóteli erlendis
Gisting  með morgunmat.
Viku eða helgarpassi á mótið - eftir því sem við á.
“Spekingar spjalla” Móttaka og léttar veitingar (Ath - á aðeins við vikuferðirnar)
Daglegar ferðir milli hótels og mótsvæðis.
Íslensk fararstjórn

Eindhoven er mjög skemmtileg 220.000 manna borg í um 130 km akstursfjarlægð bæði frá Amesterdam og Brussel.   Mikið úrval verslana og góðra veitingastaða er miðbænum. Mótið sjálft fer fram í  Oirschot, litlum skemmtilegum bæ í útjaðri Eindhoven.  Daglegar ferðir milli hótels og mótssvæðis og tekur aksturinn um 15 mín.

Tvisvar áður hefur Heimsmeistaramót verið haldið í Oirschot við mikla ánægju þeirra sem þau mót sóttu, bæði keppenda og áhorfenda enda öll framkvæmd glæsileg. 
Framkvæmdaraðilar eru þeir sömu og þeir vita hvað til þarf til að mótið verði eins glæsilegt og hægt er.  

Móttaka ; "Spekingar spjalla" verður fyrir farþega Vita þar sem léttar veitingar verða í boði og spáð verður í spilin varðandi framvindu mótsins.  

Gisting og samgöngur

Gist í miðborg Eindhoven á mjög góðum hótelum ; Inntel Art, Holiday Inn og Crown. 

Öll eru þetta mjög góð hótel, að okkar mati,  fá mjög góðar umsagnir á samfélagsmiðlum og eru vel  staðsett gagnvart bænum og mótinu.
Góður morgunmatur og  þráðlaust net á öllum herbergjum.
Ferðir fyrir farþega Vita eru milli hótels og mótsvæðis ( ca 15 km ).  Aksturinn tekur um 15 mín.
Góður morgunmatur og þráðlaust net á öllum herbergjum.

Miðar á mótið

Miðarnir á mótið eru svo staðsettir á besta stað í „Íslendingastúkunni“.

Spekingar spjalla

Fyrir utan hefðbundna dagskrá mótsins verður sérstök dagskrá fyrir farþega Vita Sport.  Vel valdir spekingar mæta á hótelið og spá í framvindu mótsins með farþegum okkar. Það hefur ávallt verið áhugaverð samkoma. Sú uppákoma er einungis fyrir farþega Vita Sport, sem býður upp á léttar veitingar á meðan spjallað er.

Frekari upplýsingar.

Frekari upplýsingar veitum við í gegnum netfangið sport@vita.is eða í gegnum síma 570-4472.

ATH að verðin sem sjá má hér á netinu eiga við ef bókað er í bókunarvélinni á Vita-síðunni, en ef bókað er í gegnum síma eða tölvupóst bætast 2.500 kr. bókunargjald á hvern farþega.

 

 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira