Breytingar á félagsaðild samþykktar á Landsþingi LH

16. desember 2024

Á nýliðinu landsþingi Landssambands hestamanna voru ýmsar breytingar samþykktar. Verða þær útlistaðar í nokkrum fréttum félagsmönnum til glöggvunnar en hægt er að nálgast öll gögn landsþings hér á vefsíðunni og þinggerð landsþings í heild hér: Þinggerð Landsþings

Tvær þessara breytinga varða félagsaðild og eru þær annarsvegar sú að samþykkt var breyting á þátttöku- og keppendareglum, sem falla undir reglur um félagsaðild, þannig að einungis er heimilt að keppa fyrir eitt félag á hverju keppnisári á löglegum mótum en félagsskráning taki ekki til ólöglegra móta. Þessu fylgir rík ábyrgð á mótshaldara að skrá mót eða greinar á réttan hátt í Sportfeng.

Hinsvegar var samþykkt að keppendur í yngri flokkum keppi fyrir sitt félag í gæðingakeppni óháð félagsaðild hesteiganda. Þetta þýðir að hesteigandinn og knapinn þurfa ekki að vera í sama félagi eins og áður var.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira