Vel heppnuð vinnuhelgi B-hóps hæfileikamótunar
Um liðna helgi fór fram vinnuhelgi B- hóps hæfileikamótunar. Þar sem aðsókn í Hæfileikmótun LH er mjög mikil og komast því miður færri að en vilja. Í þeirri viðleitni að koma á móts við sem flesta og halda áfram að efla afreksstarfið okkar var því settur fót B -hópur sem er hugsaður til þessa að veita innsýn inn í starfið og undirbúa þátttakendur fyrir starf hæfileikamótunar seinna meir.
Á dagskránni um helgina voru bæði fyrirlestrar og einkatímar undir leiðsögn Sigvalda Lárusar Guðmundssonar yfirþjálfara hæfileikamótunar og Hinriks Þórs Sigurðssonar reiðkennara og afreksstjóra LH. Tókst þetta í alla staði mjög vel og mikil ánægja meðal þátttakenda með framtakið. Er þetta í fyrsta sinn sem starfræktur er B-hópur og sýnir það glöggt hve margir stefna langt í sinni hestamennsku.
Fréttasafn






Styrktaraðilar







