Breytingum á verklagi við greiðslu dómarakostnaðar slegið á frest

4. maí 2023

Dómarafélögin HÍDÍ og GDLH hafa mótmælt fyrirhuguðum breytingum á verklagi við greiðslu dómarakostnaðar sem taka áttu gildi í sumar og telja að heimildir skorti fyrir slíkum breytingum og að ekki hafi verið haft nægjanlegt samráð um breytinguna.

Hefur stjórn LH fallist á þessi sjónarmið að hluta og tekið ákvörðun um að breytingum sem snúa að greiðslu dómarakostnaðar verði slegið á frest og að sest verði yfir málið að loknu keppnistímabili sumarsins enda ekki heppilegt að uppi sé óvissa um stöðu þessara mála í upphafi keppnistímabils.

Með breyttu fyrirkomulagi stóð til að ná fram jöfnun ferðakostnaðar á milli félaga en hávært ákall hefur verið um það frá hestamannafélögunum í landinu. Í ár mun því ekki vera um að ræða möguleika á jöfnun ferðakostnaðar en stefnt verður að því að finna leiðir til þess þegar farið verður í heildar endurskoðun á dómaramálum sambandsins.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 29. júlí 2025
Flutningskeðjan til Sviss - vant fólk í hverju rúmi
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 28. júlí 2025
Breyting á landsliðshópnum - Þórarinn Ragnarsson & Herkúles frá Vesturkoti koma inn
Lesa meira