Íslandsmeistarar mætast í fjórgangi á Allra sterkustu

3. maí 2023

Reynsluboltarnir Jóhanna Margrét, Eyrún Ýr og Sara Sigurbjörnsdóttir mæta allar til leiks í fjórgang á Allra sterkustu. Jóhanna Margrét mætir með Kormák frá Kvistum 9 vetra hest sem vakti gríðarlega athygli á kennslusýningu landsliðsins í desember síðastliðinn.  Kormákur hefur stimplað sig vel inn sem keppnishestur í vetur og það verður spennandi að sjá hann í brautinni á laugardaginn.

Eyrún Ýr hefur sigrað A-flokk á landsmóti og orðið Íslandsmeistari í fimmgangi. Hún mætir nú á hestinum Blæng frá Hofstaðaseli sem á fullt inni sem keppnishestur.

Sara Sigurbjörnsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari í fimmgangi á Flóka frá Oddhóli. Sara mætir á Allra sterkustu á Flugu frá Oddhóli en saman urðu þær silfurhafar á Íslandsmóti og Reykjavíkurmeistarar í fjórgangi á síðasta ári.

Að öllum öðrum ólöstuðum verður án efa skemmtilegt að fylgjast með þessum flottu knöpum og hestunum þeirra á laugardaginn.

 

Allra sterkustu fer fram laugardaginn 6. maí kl. 20.00 í TM reiðhöllinni. Tryggið ykkur miða í vefverslun LH!

 

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira