Dásamlegur sumardagur á Íslandsmóti Barna og Unglinga

20. júlí 2024

Dagurinn í dag var sannkallaður sumardagur hér á Varmárbökkum, þar sem keppendur og áhorfendur nutu sín í blíðskaparveðri.

Forkeppni í Gæðingakeppni var fyrst á dagskrá en eftir hádegi hófust B-úrslit fyrst í fimmgangi unglinga þar sem Elva Rún Jónsdóttir og Pipar frá Ketilsstöðum voru hlutskörpust með 6,12 í einkunn og keppa því til úrslita á morgun.

Þá tóku við B úrslit í fjórgangi í barna og unglingaflokki. Í barnaflokki var það Emma Rún Arnardóttir og Tenór frá Litlu-Sandvík sem tyggðu sig inn á A úrslit og unglingaflokki voru það þau Kristín Eir Hauksdóttir Holake og Þytur frá Skáney sem mæta aftur á morgun.

Í tölti T4 í unglingaflokk voru það þær Hrefna Kristín Ómarsdóttir og Hrafnadís frá Álfhólum sem náðu bestum árangri. Í T1 voru það þær Apríl Björk Þórisdóttir og Lilja frá Kvistum sem áttu bestu sýninguna og mæta til A úrslita á morgun.

Þá var komið að 100m flugskeið í unglingaflokk. Þar voru margir glæsilegir sprettir en fljótust voru þau Róbert Darri Edwardsson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk og standa þau því uppi sem Íslandsmeistarar á tímanum 7,40 sek. Næst á eftir voru þau Dagur Sigurðsson og Tromma frá Skúfslæk á 7,43 sek, fyrrum Íslandsmeistarar í greininni.

Deginum lauk svo á grilli og Bingói þar sem þátttakendur skemmtu sér vel og hlutu frábæra vinninga frá eftirfarandi styrktaraðilum:

Brokk

Hrímnir

Lífland

Laugarásbíó

Askja

Noma

Fákaland

Forlagið

Búvörur

Í gær var krýndur Íslandsmeistari í gæðingaskeiði unglinga Lilja Rún Sigurjóndóttir og Heiða frá Skák. Á morgun er svo hreinn úrslita dagur og byrjar gleðin kl 9:30 á fjórgangi unglinga. Dagskránni lýkir svo að ganga fjögur á A úrslitum í Tölti T1 í unglingaflokki.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira