Glæsilegu og afar spennandi Íslandsmóti lokið

22. júlí 2024

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ bauð uppá frábæra aðstöðu og glæsilegt Íslandsmót barna og unglinga. Mótið var það fjölmennasta sem hefur verið haldið. Veðrið lék við mótsgesti að mestum hluta og mörg pör áttu frábærar sýningar. Mótið heppnaðist vel, var afar jafnt og spennandi en margsinnis varð að grípa til dómara úrskurðar um hver hlyti Íslandsmeistaratitilinn. Þátttakendur eiga lof skilið fyrir íþróttamannslega framkomu og fallega reiðmennsku.

Dagurinn í dag var hreinn úrslitadagur og hófst á keppni í fjórgangi unglinga. Þar var keppnin geysilega hörð og var það að lokum sætaröð dómara sem skar úr um úrslitin þar sem þau Elva Rún Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II voru hlutskarpari en þau og Elísabet Líf Sigvaldadóttir á Goða frá Garðabæ voru jöfn með 6,93 í einkunn. Í þriðja sæti með 6,90 í einkunn voru svo þau Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Þyt frá Skáney, en þau komu sigruðu B úrslitin í gær.

Í fjórgangi barna var það Linda Guðbjörg Friðriksdóttir og Áhugi frá Ytra-Dalgerði sem sigruðu með 6,80 í einkunn. Í öðru sæti var Elimar Elvarsson og Salka frá Hólateig með 6,67 og í þriðja sæti var sigurvegari B úrslitana Emma Rún Arnardóttir og Tenór frá Litlu-Sandvík með 6,50.

Þá var komið að Gæðingakeppni sem er aukagrein á Íslandsmóti, þar af leiðandi eru ekki krýndir Íslandsmeistarar í þeim greinum. Keppnin var engu að síðu æsispennandi og í Unglinga flokk voru það þær Steinunn Lilja Guðnadóttir og Heppni frá Þúfu í Landeyjum sem sigruðu með 8,65 í einkunn. Rétt á hæla þeirra voru Hrefna Kristín Ómarsdóttir og Háfleyg frá Álfhólum með 8,63 og í þriðja sæti með 8,62 voru þau Kristin Eir Hauksdóttir Holaker og Ísar frá Skáney. Í Barnaflokki voru það Landsmóts sigurvegararnir Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni sem komu, sáu og sigruðu með 9,16 í einkunn. Önnur voru Elimar Elvarsson og Ísabella frá Stangarlæk 1 með 8,66 og í þriðja sæti þau Jón Guðmundsson og Pabbastelpa frá Ásmundarstöðum með 8,62.

Næst fór fram ,,keppni“ í pollatölti og hver veit nema við eigum eftir að sjá einhverja af þeim efnilegu knöpum vinna greinar á Íslandsmóti eftir nokkur ár.

Eftir hádegi var komið að Slaktaumatölti T4. Í Barnaflokki sigruðu Kristín Rut Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi með 6,75 í einkunn. Í öðru sæti voru Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni með 6,71 og í því þriðja Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir og Hrafn frá Eylandi með 6,67 í einkunn. Í unglingaflokki þurfti aftur að grípa til sætaröðunar dómara til þess að úrskurða um Íslandsmeistara og vori það þau Fanndís Helgadóttir og Ötul frá Narfastöðum sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 7,13 í einkunn en í öðru sæti þau Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Arion frá Miklholti. Í þriðja sæti voru Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Polka frá Tvennu með 6,92 í einkunn.

Í gæðingatölti sem var næst á dagskrá, var það Kristín Rut Jónsdóttir og Fluga frá Garðabæ sem sigruðu barnaflokkinn með 8,77 í einkunn, en Kristín Rut var nýbúin að sigra Slaktaumatöltið, þvílíkir árangur það. Sigríður Fjóla Aradóttir og Ekkó frá Hvítárholti urðu önnur með 8,75 og í því þriðja voru Aron Einar Ólafsson og Alda frá Skipaskaga með einkunnina 8,61. Í Unglingaflokki sigruðu Elín Ósk Óskarsdóttir og Sara frá Lækjarbrekku með 8,69 í einkunn. Í öðru sæti voru Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Ronja frá Ríp 3 með 8,64 og í því þriðja Bryndís Anna Gunnarsdóttir og Dreyri frá Hjaltastöðum með 8,63.

Síðasta grein fyrir síðdegishlé var keppni í fimmgangi unglinga og þar voru það þau Fanndís Helgadóttir og Sproti frá Vesturkoti sem unnu með 6,88 í einkunn. Fanndís varð einnig Íslandsmeistari í slaktaumatölti unglinga, glæsileg frammistaða. Í öðru sæti voru Dagur Sigurðsson og Skugga-Svein frá Þjóðólfshaga 1 með 6,81 í einkunn og í því þriðja voru Hrafnhildur Svava Sigurðardóttir og Smyril frá V-Stokkseyrarseli með 6,52 í einkunn.

Þá var komið að Tölti T3 í Barnaflokki þar sem enn og aftur þurfti að grípa til sætaröðunar dómara og voru það þau Elimar Elvarsson og Salka frá Hólateigi sem voru krýnd Íslandsmeistarar með 6,94 í einkunn. Önnur varð Linda Guðbjörg Friðriksdóttir og Áhugi frá Ytra-Dalsgerði með 6,94 í einkunn en þau hömpuðu fyrr í dag Íslandsmeistara titli í fjórgangi. Í þriðja sæti voru þau Jakob Freyr Maagaard Ólafsson og Djörfung frá Miðkoti með 6,72 í einkunn.

Síðasta grein dagsins var svo Tölt T1 í unglingaflokki og líkt í öllum úrslitum dagsins var gífurleg spenna og jöfn keppni. Elva Rún Jónsdóttir og Straumur frá Hofstöðum stóðu uppi sem sigurvegarar með með 7,28 í einkunn, en fyrr í dag varð Elva Rún Íslandsmeistari í fjórgang, magnaður árangur. Í öðru sæti voru það þau Kolbrún Sif Sindradóttir og Hallsteinn frá Hólum með 7,06 í einkunn. Í þriðja sæti voru jafnar Apríl Björk Þórisdóttir og Lilja frá Kvistum, Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Sigð frá Syðri-Gegnishólum og Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Goði frá Garðabæ öll með 6,89 í einkunn. Heldur betur spennandi loka kafli á mótinu sem undirstrikar hversu jöfn og spennandi keppnin hefur verið og þvílík gæði og hæfileikar búa í þessum framúrskarandi knöpum sem hafa att kappi á Varmárbökkum í vikunni.

Svona mót er þó ómögulegt að halda nema með vegna þeirra góðu styrktaraðila og sjálfboðaliða sem koma að mótinu. Styrktaraðilar mótsins voru í stafrófsröð:

Askja

Blue Lagoon

BM Vallá

Eykt

Icelandair Cargo

Lífland

Límtré Vírnet

Skipaskagi

Horseday

Margretarhof

Fákshólar

Vörður

Mosfellsbær

Skáney

Blíðubakkahúsið

Trausti fasteignasala

Hringdu

Bílaklæðningar

Pálsson

Höfðakaffi

 

Svipmyndur frá mótinu: 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira