Glæsilegu og afar spennandi Íslandsmóti lokið

Jónína Sif Eyþórsdóttir • 22. júlí 2024

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ bauð uppá frábæra aðstöðu og glæsilegt Íslandsmót barna og unglinga. Mótið var það fjölmennasta sem hefur verið haldið. Veðrið lék við mótsgesti að mestum hluta og mörg pör áttu frábærar sýningar. Mótið heppnaðist vel, var afar jafnt og spennandi en margsinnis varð að grípa til dómara úrskurðar um hver hlyti Íslandsmeistaratitilinn. Þátttakendur eiga lof skilið fyrir íþróttamannslega framkomu og fallega reiðmennsku.

Dagurinn í dag var hreinn úrslitadagur og hófst á keppni í fjórgangi unglinga. Þar var keppnin geysilega hörð og var það að lokum sætaröð dómara sem skar úr um úrslitin þar sem þau Elva Rún Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II voru hlutskarpari en þau og Elísabet Líf Sigvaldadóttir á Goða frá Garðabæ voru jöfn með 6,93 í einkunn. Í þriðja sæti með 6,90 í einkunn voru svo þau Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Þyt frá Skáney, en þau komu sigruðu B úrslitin í gær.

Í fjórgangi barna var það Linda Guðbjörg Friðriksdóttir og Áhugi frá Ytra-Dalgerði sem sigruðu með 6,80 í einkunn. Í öðru sæti var Elimar Elvarsson og Salka frá Hólateig með 6,67 og í þriðja sæti var sigurvegari B úrslitana Emma Rún Arnardóttir og Tenór frá Litlu-Sandvík með 6,50.

Þá var komið að Gæðingakeppni sem er aukagrein á Íslandsmóti, þar af leiðandi eru ekki krýndir Íslandsmeistarar í þeim greinum. Keppnin var engu að síðu æsispennandi og í Unglinga flokk voru það þær Steinunn Lilja Guðnadóttir og Heppni frá Þúfu í Landeyjum sem sigruðu með 8,65 í einkunn. Rétt á hæla þeirra voru Hrefna Kristín Ómarsdóttir og Háfleyg frá Álfhólum með 8,63 og í þriðja sæti með 8,62 voru þau Kristin Eir Hauksdóttir Holaker og Ísar frá Skáney. Í Barnaflokki voru það Landsmóts sigurvegararnir Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni sem komu, sáu og sigruðu með 9,16 í einkunn. Önnur voru Elimar Elvarsson og Ísabella frá Stangarlæk 1 með 8,66 og í þriðja sæti þau Jón Guðmundsson og Pabbastelpa frá Ásmundarstöðum með 8,62.

Næst fór fram ,,keppni“ í pollatölti og hver veit nema við eigum eftir að sjá einhverja af þeim efnilegu knöpum vinna greinar á Íslandsmóti eftir nokkur ár.

Eftir hádegi var komið að Slaktaumatölti T4. Í Barnaflokki sigruðu Kristín Rut Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi með 6,75 í einkunn. Í öðru sæti voru Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni með 6,71 og í því þriðja Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir og Hrafn frá Eylandi með 6,67 í einkunn. Í unglingaflokki þurfti aftur að grípa til sætaröðunar dómara til þess að úrskurða um Íslandsmeistara og vori það þau Fanndís Helgadóttir og Ötul frá Narfastöðum sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 7,13 í einkunn en í öðru sæti þau Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Arion frá Miklholti. Í þriðja sæti voru Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Polka frá Tvennu með 6,92 í einkunn.

Í gæðingatölti sem var næst á dagskrá, var það Kristín Rut Jónsdóttir og Fluga frá Garðabæ sem sigruðu barnaflokkinn með 8,77 í einkunn, en Kristín Rut var nýbúin að sigra Slaktaumatöltið, þvílíkir árangur það. Sigríður Fjóla Aradóttir og Ekkó frá Hvítárholti urðu önnur með 8,75 og í því þriðja voru Aron Einar Ólafsson og Alda frá Skipaskaga með einkunnina 8,61. Í Unglingaflokki sigruðu Elín Ósk Óskarsdóttir og Sara frá Lækjarbrekku með 8,69 í einkunn. Í öðru sæti voru Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Ronja frá Ríp 3 með 8,64 og í því þriðja Bryndís Anna Gunnarsdóttir og Dreyri frá Hjaltastöðum með 8,63.

Síðasta grein fyrir síðdegishlé var keppni í fimmgangi unglinga og þar voru það þau Fanndís Helgadóttir og Sproti frá Vesturkoti sem unnu með 6,88 í einkunn. Fanndís varð einnig Íslandsmeistari í slaktaumatölti unglinga, glæsileg frammistaða. Í öðru sæti voru Dagur Sigurðsson og Skugga-Svein frá Þjóðólfshaga 1 með 6,81 í einkunn og í því þriðja voru Hrafnhildur Svava Sigurðardóttir og Smyril frá V-Stokkseyrarseli með 6,52 í einkunn.

Þá var komið að Tölti T3 í Barnaflokki þar sem enn og aftur þurfti að grípa til sætaröðunar dómara og voru það þau Elimar Elvarsson og Salka frá Hólateigi sem voru krýnd Íslandsmeistarar með 6,94 í einkunn. Önnur varð Linda Guðbjörg Friðriksdóttir og Áhugi frá Ytra-Dalsgerði með 6,94 í einkunn en þau hömpuðu fyrr í dag Íslandsmeistara titli í fjórgangi. Í þriðja sæti voru þau Jakob Freyr Maagaard Ólafsson og Djörfung frá Miðkoti með 6,72 í einkunn.

Síðasta grein dagsins var svo Tölt T1 í unglingaflokki og líkt í öllum úrslitum dagsins var gífurleg spenna og jöfn keppni. Elva Rún Jónsdóttir og Straumur frá Hofstöðum stóðu uppi sem sigurvegarar með með 7,28 í einkunn, en fyrr í dag varð Elva Rún Íslandsmeistari í fjórgang, magnaður árangur. Í öðru sæti voru það þau Kolbrún Sif Sindradóttir og Hallsteinn frá Hólum með 7,06 í einkunn. Í þriðja sæti voru jafnar Apríl Björk Þórisdóttir og Lilja frá Kvistum, Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Sigð frá Syðri-Gegnishólum og Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Goði frá Garðabæ öll með 6,89 í einkunn. Heldur betur spennandi loka kafli á mótinu sem undirstrikar hversu jöfn og spennandi keppnin hefur verið og þvílík gæði og hæfileikar búa í þessum framúrskarandi knöpum sem hafa att kappi á Varmárbökkum í vikunni.

Svona mót er þó ómögulegt að halda nema með vegna þeirra góðu styrktaraðila og sjálfboðaliða sem koma að mótinu. Styrktaraðilar mótsins voru í stafrófsröð:

Askja

Blue Lagoon

BM Vallá

Eykt

Icelandair Cargo

Lífland

Límtré Vírnet

Skipaskagi

Horseday

Margretarhof

Fákshólar

Vörður

Mosfellsbær

Skáney

Blíðubakkahúsið

Trausti fasteignasala

Hringdu

Bílaklæðningar

Pálsson

Höfðakaffi

 

Svipmyndur frá mótinu: 

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar