Glæsilegu og afar spennandi Íslandsmóti lokið

22. júlí 2024

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ bauð uppá frábæra aðstöðu og glæsilegt Íslandsmót barna og unglinga. Mótið var það fjölmennasta sem hefur verið haldið. Veðrið lék við mótsgesti að mestum hluta og mörg pör áttu frábærar sýningar. Mótið heppnaðist vel, var afar jafnt og spennandi en margsinnis varð að grípa til dómara úrskurðar um hver hlyti Íslandsmeistaratitilinn. Þátttakendur eiga lof skilið fyrir íþróttamannslega framkomu og fallega reiðmennsku.

Dagurinn í dag var hreinn úrslitadagur og hófst á keppni í fjórgangi unglinga. Þar var keppnin geysilega hörð og var það að lokum sætaröð dómara sem skar úr um úrslitin þar sem þau Elva Rún Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II voru hlutskarpari en þau og Elísabet Líf Sigvaldadóttir á Goða frá Garðabæ voru jöfn með 6,93 í einkunn. Í þriðja sæti með 6,90 í einkunn voru svo þau Kristín Eir Hauksdóttir Holaker á Þyt frá Skáney, en þau komu sigruðu B úrslitin í gær.

Í fjórgangi barna var það Linda Guðbjörg Friðriksdóttir og Áhugi frá Ytra-Dalgerði sem sigruðu með 6,80 í einkunn. Í öðru sæti var Elimar Elvarsson og Salka frá Hólateig með 6,67 og í þriðja sæti var sigurvegari B úrslitana Emma Rún Arnardóttir og Tenór frá Litlu-Sandvík með 6,50.

Þá var komið að Gæðingakeppni sem er aukagrein á Íslandsmóti, þar af leiðandi eru ekki krýndir Íslandsmeistarar í þeim greinum. Keppnin var engu að síðu æsispennandi og í Unglinga flokk voru það þær Steinunn Lilja Guðnadóttir og Heppni frá Þúfu í Landeyjum sem sigruðu með 8,65 í einkunn. Rétt á hæla þeirra voru Hrefna Kristín Ómarsdóttir og Háfleyg frá Álfhólum með 8,63 og í þriðja sæti með 8,62 voru þau Kristin Eir Hauksdóttir Holaker og Ísar frá Skáney. Í Barnaflokki voru það Landsmóts sigurvegararnir Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni sem komu, sáu og sigruðu með 9,16 í einkunn. Önnur voru Elimar Elvarsson og Ísabella frá Stangarlæk 1 með 8,66 og í þriðja sæti þau Jón Guðmundsson og Pabbastelpa frá Ásmundarstöðum með 8,62.

Næst fór fram ,,keppni“ í pollatölti og hver veit nema við eigum eftir að sjá einhverja af þeim efnilegu knöpum vinna greinar á Íslandsmóti eftir nokkur ár.

Eftir hádegi var komið að Slaktaumatölti T4. Í Barnaflokki sigruðu Kristín Rut Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi með 6,75 í einkunn. Í öðru sæti voru Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni með 6,71 og í því þriðja Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir og Hrafn frá Eylandi með 6,67 í einkunn. Í unglingaflokki þurfti aftur að grípa til sætaröðunar dómara til þess að úrskurða um Íslandsmeistara og vori það þau Fanndís Helgadóttir og Ötul frá Narfastöðum sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 7,13 í einkunn en í öðru sæti þau Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Arion frá Miklholti. Í þriðja sæti voru Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Polka frá Tvennu með 6,92 í einkunn.

Í gæðingatölti sem var næst á dagskrá, var það Kristín Rut Jónsdóttir og Fluga frá Garðabæ sem sigruðu barnaflokkinn með 8,77 í einkunn, en Kristín Rut var nýbúin að sigra Slaktaumatöltið, þvílíkir árangur það. Sigríður Fjóla Aradóttir og Ekkó frá Hvítárholti urðu önnur með 8,75 og í því þriðja voru Aron Einar Ólafsson og Alda frá Skipaskaga með einkunnina 8,61. Í Unglingaflokki sigruðu Elín Ósk Óskarsdóttir og Sara frá Lækjarbrekku með 8,69 í einkunn. Í öðru sæti voru Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Ronja frá Ríp 3 með 8,64 og í því þriðja Bryndís Anna Gunnarsdóttir og Dreyri frá Hjaltastöðum með 8,63.

Síðasta grein fyrir síðdegishlé var keppni í fimmgangi unglinga og þar voru það þau Fanndís Helgadóttir og Sproti frá Vesturkoti sem unnu með 6,88 í einkunn. Fanndís varð einnig Íslandsmeistari í slaktaumatölti unglinga, glæsileg frammistaða. Í öðru sæti voru Dagur Sigurðsson og Skugga-Svein frá Þjóðólfshaga 1 með 6,81 í einkunn og í því þriðja voru Hrafnhildur Svava Sigurðardóttir og Smyril frá V-Stokkseyrarseli með 6,52 í einkunn.

Þá var komið að Tölti T3 í Barnaflokki þar sem enn og aftur þurfti að grípa til sætaröðunar dómara og voru það þau Elimar Elvarsson og Salka frá Hólateigi sem voru krýnd Íslandsmeistarar með 6,94 í einkunn. Önnur varð Linda Guðbjörg Friðriksdóttir og Áhugi frá Ytra-Dalsgerði með 6,94 í einkunn en þau hömpuðu fyrr í dag Íslandsmeistara titli í fjórgangi. Í þriðja sæti voru þau Jakob Freyr Maagaard Ólafsson og Djörfung frá Miðkoti með 6,72 í einkunn.

Síðasta grein dagsins var svo Tölt T1 í unglingaflokki og líkt í öllum úrslitum dagsins var gífurleg spenna og jöfn keppni. Elva Rún Jónsdóttir og Straumur frá Hofstöðum stóðu uppi sem sigurvegarar með með 7,28 í einkunn, en fyrr í dag varð Elva Rún Íslandsmeistari í fjórgang, magnaður árangur. Í öðru sæti voru það þau Kolbrún Sif Sindradóttir og Hallsteinn frá Hólum með 7,06 í einkunn. Í þriðja sæti voru jafnar Apríl Björk Þórisdóttir og Lilja frá Kvistum, Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Sigð frá Syðri-Gegnishólum og Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Goði frá Garðabæ öll með 6,89 í einkunn. Heldur betur spennandi loka kafli á mótinu sem undirstrikar hversu jöfn og spennandi keppnin hefur verið og þvílík gæði og hæfileikar búa í þessum framúrskarandi knöpum sem hafa att kappi á Varmárbökkum í vikunni.

Svona mót er þó ómögulegt að halda nema með vegna þeirra góðu styrktaraðila og sjálfboðaliða sem koma að mótinu. Styrktaraðilar mótsins voru í stafrófsröð:

Askja

Blue Lagoon

BM Vallá

Eykt

Icelandair Cargo

Lífland

Límtré Vírnet

Skipaskagi

Horseday

Margretarhof

Fákshólar

Vörður

Mosfellsbær

Skáney

Blíðubakkahúsið

Trausti fasteignasala

Hringdu

Bílaklæðningar

Pálsson

Höfðakaffi

 

Svipmyndur frá mótinu: 

Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira