Landslið Íslands á norðurlandamótinu í Herning

24. júlí 2024

Dagana 8-11 ágúst fer Norðurlandamótið í hestaíþróttum og gæðingakeppni fram á glæsilegu keppnissvæði í Herning í Danmörku.

Fjöldi góðra hesta og knapa eru skráð til leiks í hinum ýmsu greinum og mótið verður haldið með glæsilegri umgjörð.

Landslið Íslands verður líkt og á síðasta Norðurlandamóti skipað knöpum yngri kynslóðarinnar að uppstöðu til ásamt reynsluboltum sem skipa fullorðinsliðið þeim til halds og trausts.

 

Í fullorðinsflokki er liðið skipað:

Jón Bjarni Smárason og Skutull frá Hafsteinsstöðum sem taka þátt í A-flokki gæðinga.

Sigurður Vignir Matthíasson og Julia från Agersta í skeiðgreinum.

Sigurður Sigurðarson og Tígull fra Kleiva í Tölt, fjórgang og B-flokk

Viðar Ingólfsson og Týr från Svala Gård í fimmgangi, gæðingaskeiði og tölti.

Þórður Þorgeirsson og Gormur fra Vilanora í A-flokki gæðinga.

 

Ungmennaliðið er skipað eftirfarandi knöpum:

Dagur Sigurðarson og Rögnir frá Minni-Völlum í unglingaflokk gæðinga.

Elva Rún Jónsdóttir og Bella frá Blönduósi í fjórgang, tölt og unglingaflokk gæðinga.

Embla Lind Ragnarsdóttir og Sæla från Vedbyboställe í skeiðgreinar.

Guðný Dís Jónsdóttir og Kristall frá Jaðri í tölt, fjórgang og slaktaumatölt.

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Eyvar frá Álfhólum í B-flokk ungmenna og Sólbjartur frá Akureyri í A-flokk ungmenna.

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Sefja frá Kampi í 100 m skeið og 250 m skeið.

Hekla Rán Hannesdóttir og Huginn frá Halakoti í tölt, fjórgang og B-flokk ungmenna.

Herdís Björg Jóhannsdóttir og Elskamin von Erkshausen í slaktaumatölt.

Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Hetja frá Árbæ í fimmgang, gæðingaskeið og slaktaumatölt.

Matthías Sigurðsson og Páfi frá Kjarri fara í fimmgang, tölt og gæðingaskeið og Matti er með Gust frá Stóra Vatnsskarði í A-flokki ungmenna þar að auki.

Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Blikka frá Þóroddsstöðum í skeiðgreinar.

Ragnar Snær Viðarsson er með Gimstein frá Íbishóli í tölti og fjórgangi og Skorra frá Þúfu í unglingaflokki gæðingakeppninnar.

Selma Leifsdóttir og Varúlfur frá Eylandi í tölti og fjórgangi.

Sigurður Baldur Ríkharðsson er með Júní frá Brúnum í A-flokki ungmenna.

Védís Huld Sigurðardóttir og Búi frá Húsavík í fimmgangi og tölti.

 

Eins og sjá má er íslenska liðið vel skipað sterkum knöpum á góðum hestum sem á dögunum fyrir mót þurfa að slípast saman og ná áttum því að megninu til er liðið skipað knöpum á lánshestum líkt og tíðkast oft á Norðurlandamótum.

Aðeins einn hestur fór frá Íslandi í aðdraganda mótsins en aðrir hestar eru þegar staddir ýmist í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi.

Það verður spennandi að fylgjast með mótinu og við óskum landsliðsknöpum og teyminu góðs gengis.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira