Íslandsmót ungmenna & fullorðinna hefst í Víðidalnum á morgun

24. júlí 2024

Íslandsmót ungmenna & fullorðinna hefst í Víðidalnum á morgun

Íslandsmót ungmenna & fullorðinna hefst á morgun fimmtudaginn 25. júlí kl. 12:00 á keppni í fjórgangi. Það er ljóst að fremstu knapar okkar eru á leið í Víðidalinn með sterkustu og fljótustu hesta landsins til að etja kappi um Íslandsmeistaratitla þessa árs og keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, slaktaumatölti, tölti, flugskeiði, 150m skeiði, 250m skeiði og gæðingaskeiði.

 

Á morgun verður keppt í fjórgangi beggja flokka og í fimmgangi ungmenna. Deginum lýkur svo á fyrri umferð í kappreiðaskeiði.

 

Ýmsar nytsamlegar upplýsingar er að finna á viðburði mótsins á Facebook og sömuleiðis í HorseDay smáforritinu. Alendis streymir beint frá mótinu allan tímann.

 

Veitingasala verður í reiðhöllinni og mun Jón Guðmundsson kokkur og starfsfólk mótsins sjá um að allir fái eitthvað gott í gogginn alla mótsdagana.

 

Ef eitthvað brennur á fólki þá er hægt að hafa samband við mótsstjóra og/eða yfirdómara með pósti á skraning@fakur.is.

 

Víðidalurinn mun taka vel á móti keppendum, aðstandendum og öðrum gestum og skartar nú þegar sínu allra fegursta.

 

Mótsstjórn óskar keppendum góðs gengis og drengilegrar keppni.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira