Djúkboxið leikur fyrir dansi á Uppskeruhátíð

30. september 2024

Nú styttist í uppskeruhátíð hestafólks. Hátíðin mun fara fram þann 12. október í Gullhömrum. Hátíðin tókst með eindæmum vel í fyrra og eigum við von á geggjuðu kvöldi þar sem við munum heiðra knapa fyrir frábæran árangur á árinu en líka skemmta okkur enda hvergi jafn gaman og þar sem hestafólk kemur saman.

Nú er komið í ljós að hin æðimagnaða stuðhljómsveit D J Ú K B O X I Ð mun leika fyrir dansi og er þá ekki hægt að segja annað en að skemmtidagskráin sé orðin heldur betur vel mönnuð. Kvöldinu munu stýra þeir Elli og Hlynur en saman mynda þeir frábæra heild og kunna heldur betur að halda uppi gleðinni syngjandi, stríðandi og skemmtandi. Hestakonan og söngdívan Fríða Hansen ætlar að taka nokkur lög og næstum því hestamaðurinn, brekkukóngurinn Emmsjé Gauti mun án efa fá einhverja til að dusta rykið af danstöktunum.

Gullhamrar eru annálaðir fyrir frábæran mat og glæsilega aðstöðu og hlökkum við mikið til að halda hátíðina okkar þar. Miðasala er í fullum gangi en við minnum áhugasama á að í fyrra seldist upp á hátíðina. Einnig þarf að hafa í huga að panta miða í tíma þar sem kokkarnir þurfa að vita hverju þeir eiga að búast við. Miðasölu lýkur föstudaginn 4. október.

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira