Tilkynning frá Hestamannafélaginu Jökli

30. september 2024

Opið gæðingamót Hestamannafélagsins Jökuls fór fram í lok júlí og að vanda var mikil þátttaka á mótinu og hefur þessi viðburður verið að festa sig í sessi sem feykilega vinsælt mót í mótaflórunni á Íslandi ár hvert.

Í kjölfar mótsins kom því miður í ljós að framkvæmd á 100 m. skeiði hafði ekki verið fullnægjandi og mæling brautarinnar ekki farið rétt fram. Tímatökubúnaður var því settur upp á 90m í greininni og er þar mannlegum mistökum um að kenna.

100 m skeið á mótinu uppfyllti því ekki kröfur sem lögleg keppnisgrein þarf að uppfylla og telst því ólöglegt.

Mótshaldari, mótsstjóri og þeir sem að framkvæmdinni koma harma að svo fór og biðja þá sem hlut eiga að máli og þátttakendur í skeiði velvirðingar á því.

Oddrún Sigurðardóttir, mótsstjóri gæðingamóts Jökuls
Bragi Viðar Gunnarsson, formaður Jökuls

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira