Tilnefningar til knapaverðlauna 2024
3. október 2024
Nú styttist í uppskeruhátíð hestafólks og að sjálfssögðu verða þar heiðraðir þeir knapar sem hafa náð hvað bestum árangri á árinu.
Af mörgu er að taka enda er frábæru keppnisári að ljúka og verður einkar spennandi að sjá hverjir munu hreppa hin glæsilegu verðlaun. Þess ber að geta að verðlaunagripurinn er sérhannaður af Inga í Sign og ber heitið Eldur:
Tilnefndir til verðlauna eru:
Íþróttaknapi ársins
- Árni Björn Pálsson
- Ásmundur Ernir Snorrason
- Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
- Hans Þór Hilmarsson
- Jakob Svavar Sigurðsson
Skeiðknapi ársins
- Daníel Gunnarsson
- Ingibergur Árnason
- Konráð Valur Sveinsson
- Sigursteinn Sumarliðason
- Þórarinn Ragnarsson
Gæðingaknapi ársins
- Árni Björn Pálsson
- Eyrún Ýr Pálsdóttir
- Hanna Rún Ingibergsdóttir
- Helgi Þór Guðjónsson
- Sigurður Vignir Matthíasson
Efnilegasti knapi ársins
- Guðný Dís Jónsdóttir
- Guðmar Hólm Ísólfsson
- Kristján Árni Birgisson
- Matthías Sigurðsson
- Védís Huld Sigurðardóttir
- Þórgunnur Þórarinsdóttir
Keppnishestabú ársins
- Fet
- Garðshorn á Þelamörk
- Kagaðarhóll
- Kirkjubær
- Vorsabær II
Knapi ársins
- Allir tilnefndir koma til greina í flokknum knapi ársins.
Verðlaunin verða veitt líkt og fyrr segir á uppskeruhátíðinni sem fram fer 12. okt. Endilega tryggið ykkur miða á hátíðina í tíma!
Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.

10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .







