Tilnefningar til knapaverðlauna 2024
3. október 2024
Nú styttist í uppskeruhátíð hestafólks og að sjálfssögðu verða þar heiðraðir þeir knapar sem hafa náð hvað bestum árangri á árinu.
Af mörgu er að taka enda er frábæru keppnisári að ljúka og verður einkar spennandi að sjá hverjir munu hreppa hin glæsilegu verðlaun. Þess ber að geta að verðlaunagripurinn er sérhannaður af Inga í Sign og ber heitið Eldur:
Tilnefndir til verðlauna eru:
Íþróttaknapi ársins
- Árni Björn Pálsson
- Ásmundur Ernir Snorrason
- Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
- Hans Þór Hilmarsson
- Jakob Svavar Sigurðsson
Skeiðknapi ársins
- Daníel Gunnarsson
- Ingibergur Árnason
- Konráð Valur Sveinsson
- Sigursteinn Sumarliðason
- Þórarinn Ragnarsson
Gæðingaknapi ársins
- Árni Björn Pálsson
- Eyrún Ýr Pálsdóttir
- Hanna Rún Ingibergsdóttir
- Helgi Þór Guðjónsson
- Sigurður Vignir Matthíasson
Efnilegasti knapi ársins
- Guðný Dís Jónsdóttir
- Guðmar Hólm Ísólfsson
- Kristján Árni Birgisson
- Matthías Sigurðsson
- Védís Huld Sigurðardóttir
- Þórgunnur Þórarinsdóttir
Keppnishestabú ársins
- Fet
- Garðshorn á Þelamörk
- Kagaðarhóll
- Kirkjubær
- Vorsabær II
Knapi ársins
- Allir tilnefndir koma til greina í flokknum knapi ársins.
Verðlaunin verða veitt líkt og fyrr segir á uppskeruhátíðinni sem fram fer 12. okt. Endilega tryggið ykkur miða á hátíðina í tíma!
Fréttasafn







