Tilnefningar til knapaverðlauna 2024

3. október 2024

Nú styttist í uppskeruhátíð hestafólks og að sjálfssögðu verða þar heiðraðir þeir knapar sem hafa náð hvað bestum árangri á árinu.

Af mörgu er að taka enda er frábæru keppnisári að ljúka og verður einkar spennandi að sjá hverjir munu hreppa hin glæsilegu verðlaun. Þess ber að geta að verðlaunagripurinn er sérhannaður af Inga í Sign og ber heitið Eldur:

 

Tilnefndir til verðlauna eru:

Íþróttaknapi ársins 

  • Árni Björn Pálsson
  • Ásmundur Ernir Snorrason
  • Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
  • Hans Þór Hilmarsson
  • Jakob Svavar Sigurðsson

Skeiðknapi ársins 

  • Daníel Gunnarsson
  • Ingibergur Árnason
  • Konráð Valur Sveinsson
  • Sigursteinn Sumarliðason
  • Þórarinn Ragnarsson

Gæðingaknapi ársins 

  • Árni Björn Pálsson
  • Eyrún Ýr Pálsdóttir
  • Hanna Rún Ingibergsdóttir
  • Helgi Þór Guðjónsson
  • Sigurður Vignir Matthíasson

Efnilegasti knapi ársins

  • Guðný Dís Jónsdóttir
  • Guðmar Hólm Ísólfsson
  • Kristján Árni Birgisson
  • Matthías Sigurðsson
  • Védís Huld Sigurðardóttir
  • Þórgunnur Þórarinsdóttir

Keppnishestabú ársins 

  • Fet
  • Garðshorn á Þelamörk
  • Kagaðarhóll
  • Kirkjubær
  • Vorsabær II

Knapi ársins

  • Allir tilnefndir koma til greina í flokknum knapi ársins.

 

Verðlaunin verða veitt líkt og fyrr segir á uppskeruhátíðinni sem fram fer 12. okt.  Endilega tryggið ykkur miða á hátíðina í tíma!

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira