Styttist í Uppskeruhátíð

9. október 2024

Hátíðin verður að vanda hin glæsilegasta og dagskráin heldur betur þétt og spennandi. Knapar verða heiðraðir fyrir framúrskarandi árangur á árinu og Gullmerki LH veitt einstaklingi sem hefur lagt mark sitt á hestamennskuna. Veislustjórar eru þeir Elli og Hlynur sem eru flestum hestamönnum velkunnugir, Fríða Hansen tekur lagið, Emmsjé Gauti kemur og setur allt í botn og svo mun Djúkboxið leika fyrir dansi.

Húsið opnar kl 18:00 og mun borðhald hefjast kl 18:30 það skiptir því máli allir séu mættir tímanlega á staðinn. Gullhamar eru marglofaðir fyrir frábæran mat og gott verð á veigum. Þeir sem eru vegan eða aðrar sérþarfir í mat þurfa að láta vita af því sem fyrst.

Athugið að það er 18. ára aldurstakmark á viðburðinn nema í fylgd með foreldrum/forráðamönnum.

Raðað er í sæti og því er gott að fá óskir um sætaskipan sem fyrst hafi þær ekki þegar borist, sendið póst sem fyrst á joninasif@lhhestar.is

Enn eru nokkrir miðar til á hátíðina og því um að gera að drífa sig í að kaupa miða ef það hefur ekki þegar verið gert og taka þátt í þessu skemmtilega kvöldi.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira