Dregið úr stóðhestaveltunni og happdrættinu á föstudaginn
17. maí 2023
Þá er komið að því dregið verður úr Stóðhestaveltunni og Happdrættinu á föstudaginn, 19. maí. Enn eru fáeinir miðar eftir í Stóðhestaveltuna.
LH þakkar stóðhestaeigendum og styrktaraðilum kærlega fyrir að standa við bakið á landsliðinu okkar í hestaíþróttum. Þá þökkum við öllum þeim sem keyptu happdrættismiða og miða í stóðhestaveltuna fyrir að styrkja landsliðið okkar og vonum að vinningarnir gleðji.
Upplýsingar um sigurvegara verða birtar hér á heimsíðunni strax að loknum drætti.
Fréttasafn







