Tilkynning frá U-21 landsliðsþjálfara

16. maí 2023

Nú er keppnistímabilið farið af stað á fullum krafti um allt land. 

Nú um helgina eru til að mynda tvö WR íþróttamót á dagskrá mótahaldsins á Íslandi og svo er því fylgt eftir með fjölda móta fram í júlíbyrjun.

Landsliðsþjálfarar landsliða Íslands í hestaíþróttum og starfsmenn LH fylgjast að sjálfssögðu grannt með þróun mála yfir tímabilið og halda nákvæma tölfræði yfir úrslit og þátttöku á mótum víða um land. WR mótin eru þau sem telja mest og að sjálfssögðu Íslandsmót en vel er fylgst með allsstaðar þar sem mögulegir kandídatar í landsliðin taka þátt, bæði hér á Íslandi og einnig erlendis. 

 

Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðsins vill beina því til knapa á aldrinum 16-21 árs,  sem eru að keppa og eru að stefna að því að vinna sér jafnvel sæti í landsliðshópnum að láta vita af sér til sín á u21@lhhestar.is eða hjá Hinriki Þór sviðsstjóra afreks- og mótamála á hinrik@lhhestar.is 

 

Gleðilegt keppnisár.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira