Mótshaldarar haldi keppni í flugskeiði utan húss

10. maí 2023

Öryggisnefnd LH beinir þeim tilmælum til hestamannafélaga og/eða mótshaldara að keppni í flugskeiði sé haldin utan húss. Öryggisnefnd bendir á að alvarleg slys hafa orðið við æfingar á flugskeiði innan húss. Ef keppni er haldin innan húss, þrátt fyrir ofangreind tilmæli, verður að tryggja að aðstæður séu í samræmi við lög og reglur LH, niðurhægingarkafli sé nægilega langur og flóttaleið greið. Á það einnig við um æfingar á flugskeiði innan húss. Öryggisnefnd bendir á að hestamannafélag/mótshaldari hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna ófullnægjandi öryggis á æfingu í flugskeiði innan húss.

Hestamannafélögum/mótshöldurum er bent á að þeir geta leitað álits og ráðgjafar hjá mannvirkjanefnd LH sem hefur það hlutverk að taka út keppnissvæði og öryggisnefndar.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira