Öllum takmörkunum vegna Covid aflétt

25. febrúar 2022

Á miðnætti þann 25. febrúar var öllum takmörkunum vegna COVID-19 faraldursins aflétt, bæði innanlands og við landamærin.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir íþróttahreyfinguna sem og alla landsmenn.

Á vef ÍSÍ er haft eftir Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ:
„Þetta eru merkileg tímamót. Vonandi sjáum við nú fram á að losna undan faraldrinum og áhrifum hans, á næstu vikum og mánuðum. Áskoranirnar í tengslum við faraldurinn hafa verið af ýmsum toga. Þrátt fyrir erfiða tíma og flókna hefur verið mikil samstaða innan hreyfingarinnar og mikill vilji til þess að halda íþróttastarfi gangandi í takti við gildandi sóttvarnarreglur og með þeim takmörkunum sem þeim fylgdu hverju sinni. Þessi tími hefur þó skilað okkur ýmsu jákvæðu, bæði íþróttahreyfingunni og samfélaginu, sem mun fylgja okkur áfram veginn að þessum tíma loknum. Við höfum meðal annars lært að bregðast við ýmsum aðstæðum sem aldrei höfðu áður komið upp í okkar starfi, að nýta tæknilausnir, sýna mikla þrautseigju og útsjónasemi og standa saman sem einn maður í því mótlæti sem við mættum í faraldrinum. Það hefur skipt miklu máli að missa ekki kjarkinn og seigluna í gegnum þennan tíma heldur halda fast í bjartsýni og trú á að um tímabundið ástand væri að ræða. Það er mikil tilhlökkun í loftinu og vonandi erum við á fullri siglingu inn í viðburðarríkt íþróttavor þar sem aftur verður leyfilegt að þétta raðirnar og sýna stuðning í verki á áhorfendasvæðunum.”

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar sambandsaðilum kærlega fyrir gott samstarf í gegnum þennan ótrúlega og ófyrirsjáanlega tíma og einnig er vert að hrósa og þakka starfsfólki, þjálfurum, iðkendum og sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni fyrir frábær störf og æðruleysi í oft flóknum aðstæðum.

ÍSÍ vil að lokum benda á það að þó öllum takmörkunum verði nú aflétt er áfram mikilvægt að halda sig heima ef veikindi gera vart við sig og fara varlega, sérstaklega í kringum viðkvæma hópa.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira