Undirbúningur fyrir keppni í gæðingafimi

1. mars 2022

Á næstu vikum verða haldin nokkur mót í gæðingafimi LH og er vert að minna á að ítarlegar upplýsingar um gæðingafimi eru   aðgengilegar á vef LH undir flipanum lög og reglur. Þar má finna reglur fyrir öll þrjú stigin, skilgreiningar á æfingum og leiðara, gátlista fyrir keppendur og mótshaldara ásamt lista yfir frjálsar æfingar sem hafa verið leyfðar.

Mikilvægt er að árétta fyrir keppendum að á öðru og þriðja stigi gæðingafiminnar eru allar æfingar nema þrjár framkvæmdar án stuðnings við vegg. Það þýðir að vegalengd frá vegg þarf að vera í það minnsta 2 metrar í hverri æfingu.

Undantekningarnar eru skeið, hraðabreyting á tölti og slaktaumatölt.

Knapar á 3. stigi skulu einnig hafa í huga að skerpt hefur verið á kröfunum á tölti hjá þeim hestum sem ekki sýna skeið. Til að hljóta hærri heildareinkunn en 7 fyrir tölt verður knapi að sýna hægt tölt og greitt tölt.

Hér fyrir neðan getið þið nálgast reglurnar og hvetjum við keppendur að lesa þær vel yfir fyrir það stig er við á hverju sinni.

Gangi ykkur vel.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira