Farandverðlaun á Íslandsmóti barna og unglinga
Nýir farandbikarar verða afhentir á Íslandsmótinu barna og unglinga 2022 sem fer fram í Borgarnesi dagana 3.-6. ágúst. Verðlaunin eru gefin af nokkrum aðildarfélögum LH. Ætlunin er að bikararnir verði veittir tólf sinnum og gefandi fái svo bikarinn til varðveislu eftir það. Þakkar stjórn LH gefendum kærlega fyrir þeirra framlag.
Hér má sjá hvaða félög gefa hvaða verðlaunagripi:
Tölt unglingaflokkur, gefandi Hestamannafélagið Sörli
Tölt barnaflokkur, gefandi Hestamannafélagið Sörli
Fjórgangur unglingaflokkur, gefandi Hestamannafélagið Sprettur
Fjórgangur barnaflokkur, gefandi Hestamannafélagið Sprettur
Fimmgangur unglingaflokkur, gefandi Hestamannafélagið Hringur
Slaktaumatölt unglingaflokkur, gefandi Hestamannafélagið Hörður
Slaktaumatölt barnaflokkur, gefandi Hestamannafélagið Hörður
Gæðingaskeið PP1 unglingaflokkur, gefandi Hestamannafélagið Sleipnir
100m skeið unglingaflokkur, gefandi hestamannafélagið Hörður
Samanlagður sigurvegari í unglingaflokki, gefandi Hestamannafélagið Fákur
Samanlagður sigurvegari í barnaflokki, gefandi Hestamannafélagið Snæfellingur
Fréttasafn






Styrktaraðilar







