FEIF-þingið 2023

Berglind Karlsdóttir • 8. febrúar 2023

FEIF-þingið 2023 var haldið í Stokkhólmi dagana 3. og 4. febrúar. Á þinginu voru saman komin á annað hundrað manns úr forystusveitum Íslandshestamennskunnar um allan heim.

Gunnar Sturluson fráfarandi forseti FEIF gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og nýkjörinn eftirmaður hans er Svisslendingurinn Jean-Paul Balz. Jean-Paul hefur meðal annars gegnt stöðu formanns Sportnefndar FEIF um nokkurn tíma. Gunnar sat í stjórn FEIF í 12 ár, þar af sem forseti í 9 ár og færum við honum bestu þakkir fyrir störf sín í þágu hestamennskunnar.

Atli Már Ingólfsson formaður Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði var kjörinn nýr inn í stjórn FEIF og óskum við honum til hamingju með kjörið en aðrir stjórnarmenn FEIF eru Inge Kringeland Noregi, formaður kynbótanefndar FEIF, Silke Feuchthofen Þýskalandi, formaður menntanefndar FEIF, Gundula Sharman, formaður æskulýðsnefndar FEIF, Will Covert BNA, nýkjörinn formaður keppnisnefndar FEIF og Even Hedland Noregi.

Fulltrúar Íslands í nefndum FEIF eru Hulda Gústafsdóttir og Sigurbjörn Bárðarson í keppnisnefnd, Herdís Reynisdóttir í menntanefnd, Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir í æskulýðsnefnd, Olil Amble og Elsa Albertsdóttir í kynbótanefnd og Dóróthea Sigríður Unnsteinsdóttir ungliði í kynbótanefnd.

Aðrir fulltrúar Íslands á þinginu voru Guðni Halldórsson formaður LH, Sóley Margeirsdóttir stjórnarmaður LH, Berglind Karlsdóttir framkvæmdastjóri LH, Hinrik Þór Sigurðsson afreks- og mótastjóri LH og Einar Gíslason formaður keppnisnefndar LH.

Æskulýðsverðlaun FEIF 2023 hlaut Svíþjóð en svíar hafa rekið öflugt æskulýðsstarf um árabil. Í kosningu um reiðkennara ársins 2022 var það hin sænska Nina Bergholz sem varð hlutskörpust en Sigvaldi Lárus Guðmundsson var í hópi tilnefndra reiðkennara fyrir hönd Íslands.

Nokkrar breytingar voru gerðar á regluverki FEIF á þinginu og verða birtar með nýrri útgáfu af reglugerðum þann 1. apríl, en hér verður stiklað á því helsta.

Í stað bannlista yfir búnað sem ekki má nota í keppni verður framvegis þess í stað gefinn út listi yfir leyfilegan búnað í keppni, svo sem hvaða tegund af mélum og múlum má nota. Bannað er að setja eyrnatappa í hesta á mótum en því jafnframt beint til keppnisnefndar að setja reglur um leyfilegan styrkt tónlistar í keppni.

Regla um að keppa megi á sama hesti í fleiri en einni töltgrein á saman móti var samþykkt á þinginu og sama á við um aðrar greinar, þ.e fleiri en einni fjórgangsgrein osfrv. en sem fyrr eru hömlur á hversu oft sami hestur má ríða í braut á einum degi (5 vetra tvisvar sinnum á dag, 6 vetra þrisvar sinnum á dag og 7 vetra  og eldri fjórum sinnum á dag). Ísland greiddi atkvæði gegn þessari tillögu og þótti tillagan ekki nógu vel unnin þar sem til að mynda kappreiðaskeið fór ekki með í tillögunni og enn er bannað að fara með sama hest í 150 m og 250 m skeið. Þetta þótti íslensku sendinefndinni ósamræmi.

Til að fá met í skeiðkappreiðum staðfest skulu myndbandsupptökur vera á rásbásum til þess að gæta fyllsta samræmis allsstaðar á því hvenær tímataka er sett í gang við ræsingu. 

Nokkrar lagfæringar voru að auki gerðar á orðalagi í ýmsum greinum regluverksins.

Tillaga um að allir fimm dómarar telji til meðaleinkunna í úrslitum í íþróttakeppni var afturkölluð af Sportnefnd FEIF en í nefndinni er til umræðu tillaga um að allir fimm dómarara telji til meðaleinkunnar bæði í forkeppni og úrslitum.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var Dr. Michael Weishaupt dýralæknir, University of Veterinary Medicine Zurich. Hann fjallaði um „Social License to Operate“, hvernig hægt sé að nálgast það hugtak og hvaða spurningar við ættum að hafa í huga. Hann talaði um mikilvægi þess að safna saman öllum vísindarannsóknum sem gerðar hafa verið á íslenska hestinum, kynna þær vel, setja fram niðurstöður á skiljanlegu máli og greina hvar þörf er á meiri rannsóknum. Útskýra þarf fyrir almenningi að hestar eru ræktaðir til afkasta og íþrótta og að hægt sé að treysta því að hestur, sem þjálfaður er á réttan hátt fyrir ákveðið verkefni, valdi verkefninu. Á formannafundi var skipaður sérstakur starfshópur til að taka þetta mál áfram innan samtakanna og kynna betur. Var Þórhildur Katrín Stefánsdóttir varaformaður LH skipuð í þann hóp ásamt fjórum fulltrúum annarra landa og mun Horses of Iceland leggja málinu lið.

Annað meginviðfangsefni formannafundar FEIF var baráttan gegn kynferðislegri áreitni, ofbeldi og einelti innan íþróttarinnar. Nokkuð mismunandi er eftir löndum hvernig brugðist er við ósæmilegri hegðun innan íþróttarinnar, allt eftir því hvernig regluverkið er í hverju landi og afar misjafnt hversu langt samböndin eru komin í þessari mikilvægu vinnu. FEIF getur aðeins sett almennan ramma sem þjóðirnar geta stuðst við en keppnisbann í einu landi gildir þó í öllum löndum og tilkynna á keppnisbönn til FEIF. Einróma samkomulag var gert á formannfundinum um að ef landsliðsknapa er vísað úr landsliði vegna brota á siðareglum, ósæmilegrar hegðunar eða hvers konar ofbeldis, þá munu önnur lönd ekki taka til álita að taka viðkomandi knapa inn í sín landslið.

Fjörlegar umræður urðu í öllum nefndum sem teknar verða til áframhaldandi umræðu innan nefndanna áður en þær verða lagðar fram sem breytingartillögur við regluverk FEIF. Nánari grein verður gerð fyrir umræðum í keppnisnefnd og kynbótanefnd á næstu dögum.

Þingið þótti vel heppnað og umræður árangursríkar. Næsta FEIF-þing verður haldið í Luxemburg í febrúar 2024.

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar