Félagsaðild og þátttaka í mótum

5. mars 2024

 

Ítarefni frá mótasviði LH um mótaþátttöku og félagsaðild.

Aðeins félagsmönnum Hestamannafélaga er heimil þátttaka í opinberum mótum innan vébanda LH. Keppnisrétt öðlast íþróttamenn er þeir hafa verið skráðir á félagsskrá hlutaðeigandi hestamannafélags.

Í reglugerð um Landsmót og fjórðungsmót, grein 5, kemur fram að þátttökurétt á Lands- og fjórðungsmótum hafa félagsmenn sem skráðir eru í félagatali hestamannafélags við starfsskýrsluskil þann 15. apríl ár hvert.

Keppandi getur aðeins tekið þátt í mótum í nafni eins félags á einu keppnistímabili, þ.e.a.s. Keppandi getur bara keppt fyrir eitt félag á árinu.

Rétt er að fara einnig yfir reglur sem gilda varðandi íþróttakeppni og svo gæðingakeppni.

Í A- og B- flokki gæðinga í gæðingakeppni telst hesturinn sem keppandi á mótinu en ekki knapi hans. Það þýðir að eigandi hestsins þarf að vera skráður í það hestamannafélag sem hesturinn keppir fyrir og má ekki keppa fyrir annað félag á því keppnisári.

Í yngri flokkum gæðingakeppni er það knapinn sem keppir til móts við hestinn og því þarf knapinn að vera félagi í viðkomandi hestamannafélagi ásamt því að hesturinn er í eigu félagsmanns að hluta til eða öllu leyti.

Í íþróttakeppni er það knapinn sem er keppandi og þarf að vera skráður í félagið sem hann keppir fyrir, og eignarhald hestsins er ekki ráðandi þáttur þar.

Það er mikilvægt nú í upphafi keppnistímabils að knapar velji hvaða félag þeir keppa fyrir á árinu, og passa að skráningar á mót og deildir vetrarins séu réttar með það í huga að knapinn keppi einungis fyrir eitt félag yfir keppnisárið.

Skrifstofu LH hafa borist ýmsar spurningar um þetta og þykir því mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir.

Deildirnar allar líkt og meistaradeild, 1. deild og æskulýðsdeildirnar meðal annars, sem eru í gangi yfir veturinn eru íþróttamót og hestur getur tekið þátt þar alveg óhindrað og farið í gæðingamót hjá sínu félagi, en knapi þarf að vera rétt skráður í Sportfeng og keppa fyrir sitt félag.

Val hrossa og keppenda á Landsmót og fjórðungsmót

Val hrossa í gæðingakeppni og keppenda í barna- unglinga- og ungmennakeppni á lands- og fjórðungsmótum skal fara fram hjá félögunum eftir lögum og reglum LH um gæðingakeppni og barna- unglinga- og ungmennakeppni.

Haldi hestamannafélög úrtöku í tveimur umferðum skal leitast við að sama dómaragengi dæmi báðar umferðir. Ekki mega líða meira en tveir dagar á milli umferða. Þátttakanda er heimilt að taka þátt í hvorri umferð sem er eða báðum.

Barni, unglingi og ungmenni er heimilt að mæta með fleiri en eitt hross í forkeppni í úrtöku sbr. reglur um keppni í yngri flokkum, grein 1.7.2 í reglum um gæðingakeppni. Einkunnir í forkeppni skulu ávallt ráða vali hrossa á Lands- og fjórðungsmót en ekki röðun úr úrslitakeppni sé hún viðhöfð. Þá er félögum heimilt að hafa tvær umferðir og gildir þá betri árangur. Sé hærri einkunn keppenda, tveggja eða fleiri, jöfn, skal litið til einkunnar úr hinni umferðinni. Skiptir þar ekki máli hvort það er fyrri eða seinni umferð. Séu hestar jafnir skulu þeir fá sæti á Landsmóti fyrir sitt félag.

Félögum er heimilt að halda sameiginlegar úrtökur. Úrtökur skula auglýstar með minnst tveggja vikna fyrirvara. Ekki er heimilt að skrá hross í úrtöku fyrir Lands- og fjórðungsmót hjá öðru félagi en eigandi viðkomandi hross er skráður í, nema um sameiginlega úrtöku sé að ræða. Það sama á við um keppendur í barna-, unglinga- og ungmennaflokki, þau mega ekki skrá sig í úrtöku hjá öðru félagi en þeirra eigin.

Haldi félag ekki úrtöku sjálft en félagar þess hafa áhuga á að komast á Landsmót verður stjórn félagsins að setja sig í samband við eitt ákveðið hestamannafélag og auglýsa úrtöku með því félagi.

Til viðbótar þeim hestum sem vinna sér þátttökurétt á Landsmóti í öllum flokkum í gegnum úrtökur hestamannafélaganna, fá efstu 6 hestar á stöðulistum sem ekki komust inn í gegnum úrtökur hjá sínum félugum, þátttökurétt á Landsmóti.

Nánar er hægt að lesa um efnið í reglugerð um Landsmót og fjórðungsmót og Reglugerð um mótahald á Íslandi á heimasíðu LH.

Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira