Fjárþörf til reiðvegamála

9. mars 2023

Reiðvegamál

Í apríl 2022 var gert nýtt samkomulag við Vegagerðina um gerð og lagningu reiðstíga með stofn- og tengivegum sem lagðir eru bundnu slitlagi og skal kostnaðurinn greiddur af framkvæmdafé viðkomandi vegar. Ágreiningi sem upp kunna að koma, er heimilt að visa til forstjóra Vegagerðarinnar og stjórnar LH.

Á sama tíma var endurútgefin  Reiðvegahandbók Vegagerðarinnar og LH. Í henni er að finna mjög gagnlegar leiðbeiningar um gerð reiðstíga, sem gagnast reiðveganefndum, sveitarfélögum o.fl. Samkomulagið og Reiðvegahandbókina má finna m.a. á vef LH.

Reiðveganefndir

Landinu er skipt í 7 svæði og situr formaður hvers svæðis jafnframt í stjórn Reiðveganefndar LH.

Í gegnum Vegagerðina hefur verið veitt árlega 75 milljónum kr., sem úthlutað hefur verið til hestmannnafélaganna til viðhalds á reiðvegum.  Árin 2021 og 2022 fékkst 50 milljónir kr. aukaúthlutun hvort ár og því 125 milljónir kr. til úthlutunar hvort ár.  Munaði miklu um það. Flest sveitarfélögin veita síðan framlag til reiðvegagerðar og er meðalframlag þeirra um 67 milljónir kr. á ári.

Starfshópur ráðherra um stöðu reiðvegamála á Íslandi

Innviðaráðherra skipaði sl. haust starfshóp til að greina þörfina á fjármagni til reiðvegaframkvæmda til lengri tíma og vinna tillögur fyrir samgönguáætlun 2023-2037. Starfshópinn skipa Pálmi Þór  Sævarsson frá Vegagerðinni, sem jafnframt er formaður hópsins, Sigtryggur Magnason frá Innviðaráðuneytinu, Berglind Karlsdóttir og Hákon Hákonarson frá LH, auk þess sem Halldór H. Halldórsson var starfshópnum til ráðgjafar.

Leitað var til allra reiðveganefnda landins um að meta ástand reiðvega á hverju svæði fyrir sig.  Upplýsingar um lengd reiðvega voru sóttar í Kortasjá LH og voru reiðvegir flokkaðir eftir svæðum. 

Aðgerðum var skipt í 6 flokka eftir ástandi:
1. Grjóthreinsa, hreinsa burt fyrirstöður og grafa vatnsrásir á stofnleiðum
2. Mölun á reiðleiðum með steinbrjót, 3. Þörf á yfirborðsefni, 10 sm útlagt
4. Burðarlag ofan á eldri veg 20 sm og yfirborðsefni 10 sm
5. Nýr reiðvegur, ryðja vegstæði, burðarlag 30 sm og yfirborðsefni 10 sm
6. Reiðfær slóð meðfram akvegi sem þegar hefur verið lagður bundnu slitlagi

Starfshópurinn hefur skilað inn tillögu til ráðherra um forgangsröðun verkefna og þörf á fjármagni fyrir samgönguáætlun 2023-2027. Tillagan gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun framlaga, sem skiptist í viðhaldsfé, lagfæringu stofnleiða og í að gera reiðfæra slóð meðfram þegar bundnu slitlagi.

Það er mat starfshópsins að reiðvegamál á Íslandi sé málaflokkur sem hafi verið vanfjármagnaður til lengri tíma og því sé uppsöfnuð þörf fyrir auknar fjárveitingar til að koma þessum málum í viðunandi horf.

Framlag hestamennsku og hestatengdrar ferðaþjónustu er mælt í tugum milljarða króna á ársgrundvelli, sé litið til gjaldeyristekna og afleiddra tekna. (Heimildir unnar frá mælaborði Ferðamálastofu).

Alls bárust umsóknir um 550 milljónir kr í reiðvegastyrki frá hestamannafélgögunum fyrir árið 2023 og vonir eru bundnar við að vinna starfshópsins um þörf á reiðvegafé skili verulega auknum fjárframlögum til reiðvegamála til lengri tíma.

Hákon Hákonarson
ritari stjórnar LH og formaður reiðvega- og samgöngunefndar LH

 

 

 

 

 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira