Fjárþörf til reiðvegamála

9. mars 2023

Reiðvegamál

Í apríl 2022 var gert nýtt samkomulag við Vegagerðina um gerð og lagningu reiðstíga með stofn- og tengivegum sem lagðir eru bundnu slitlagi og skal kostnaðurinn greiddur af framkvæmdafé viðkomandi vegar. Ágreiningi sem upp kunna að koma, er heimilt að visa til forstjóra Vegagerðarinnar og stjórnar LH.

Á sama tíma var endurútgefin  Reiðvegahandbók Vegagerðarinnar og LH. Í henni er að finna mjög gagnlegar leiðbeiningar um gerð reiðstíga, sem gagnast reiðveganefndum, sveitarfélögum o.fl. Samkomulagið og Reiðvegahandbókina má finna m.a. á vef LH.

Reiðveganefndir

Landinu er skipt í 7 svæði og situr formaður hvers svæðis jafnframt í stjórn Reiðveganefndar LH.

Í gegnum Vegagerðina hefur verið veitt árlega 75 milljónum kr., sem úthlutað hefur verið til hestmannnafélaganna til viðhalds á reiðvegum.  Árin 2021 og 2022 fékkst 50 milljónir kr. aukaúthlutun hvort ár og því 125 milljónir kr. til úthlutunar hvort ár.  Munaði miklu um það. Flest sveitarfélögin veita síðan framlag til reiðvegagerðar og er meðalframlag þeirra um 67 milljónir kr. á ári.

Starfshópur ráðherra um stöðu reiðvegamála á Íslandi

Innviðaráðherra skipaði sl. haust starfshóp til að greina þörfina á fjármagni til reiðvegaframkvæmda til lengri tíma og vinna tillögur fyrir samgönguáætlun 2023-2037. Starfshópinn skipa Pálmi Þór  Sævarsson frá Vegagerðinni, sem jafnframt er formaður hópsins, Sigtryggur Magnason frá Innviðaráðuneytinu, Berglind Karlsdóttir og Hákon Hákonarson frá LH, auk þess sem Halldór H. Halldórsson var starfshópnum til ráðgjafar.

Leitað var til allra reiðveganefnda landins um að meta ástand reiðvega á hverju svæði fyrir sig.  Upplýsingar um lengd reiðvega voru sóttar í Kortasjá LH og voru reiðvegir flokkaðir eftir svæðum. 

Aðgerðum var skipt í 6 flokka eftir ástandi:
1. Grjóthreinsa, hreinsa burt fyrirstöður og grafa vatnsrásir á stofnleiðum
2. Mölun á reiðleiðum með steinbrjót, 3. Þörf á yfirborðsefni, 10 sm útlagt
4. Burðarlag ofan á eldri veg 20 sm og yfirborðsefni 10 sm
5. Nýr reiðvegur, ryðja vegstæði, burðarlag 30 sm og yfirborðsefni 10 sm
6. Reiðfær slóð meðfram akvegi sem þegar hefur verið lagður bundnu slitlagi

Starfshópurinn hefur skilað inn tillögu til ráðherra um forgangsröðun verkefna og þörf á fjármagni fyrir samgönguáætlun 2023-2027. Tillagan gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun framlaga, sem skiptist í viðhaldsfé, lagfæringu stofnleiða og í að gera reiðfæra slóð meðfram þegar bundnu slitlagi.

Það er mat starfshópsins að reiðvegamál á Íslandi sé málaflokkur sem hafi verið vanfjármagnaður til lengri tíma og því sé uppsöfnuð þörf fyrir auknar fjárveitingar til að koma þessum málum í viðunandi horf.

Framlag hestamennsku og hestatengdrar ferðaþjónustu er mælt í tugum milljarða króna á ársgrundvelli, sé litið til gjaldeyristekna og afleiddra tekna. (Heimildir unnar frá mælaborði Ferðamálastofu).

Alls bárust umsóknir um 550 milljónir kr í reiðvegastyrki frá hestamannafélgögunum fyrir árið 2023 og vonir eru bundnar við að vinna starfshópsins um þörf á reiðvegafé skili verulega auknum fjárframlögum til reiðvegamála til lengri tíma.

Hákon Hákonarson
ritari stjórnar LH og formaður reiðvega- og samgöngunefndar LH

 

 

 

 

 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira