Starfshópur um hestaíþróttir fatlaðra

15. mars 2023

Á vinnuhelgi stjórnar LH á dögunum var ákveðið að setja á fót starfshóp um hestaíþróttir fatlaðra. Er hópnum ætlað að styðja við og reyna að finna leiðir til að efla hestaíþróttir fatlaðra á Íslandi. Formaður hópsins var kjörin Sóley Margeirsdóttir stjórnarkona í LH en auk hennar sitja í hópnum Guðni Halldórsson formaður LH, Hákon Hákonarson ritari LH og Edda Rún Ragnarsdóttir stjórnarkona í LH. Þá er ætlunin að fá inn í hópinn aðila með áhuga og sértæka þekkingu á verkefninu.

Hjá nokkrum hestamannafélögum á landinu hefur verið rekið metnaðarfullt starf þar sem fatlaðir einstaklingar fá einstakt tækifæri til að þroskast, læra og styrkjast, bæði andlega og líkamlega með því að fá að fara á hestbak og kynnast hestamennsku undir handleiðslu reiðkennara og aðstoðarmanna.

Það er bæði krefjandi og kostnaðarsamt að halda úti starfi sem þessu og ljóst að finna þarf leiðir til að fjármagna starfið til framtíðar með það fyrir augum að gera fleiri einstaklingum kleift að stunda íþróttina enda ljóst að það er ekki einfalt að halda úti slíku starfi eingöngu byggðu á styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum.

Í tengslum við stofnun starfshópsins bauð Hestamannafélagið Hörður, sem haldið hefur úti afar metnaðarfullu starfi í fjölda ára í samstarfi við fyrirtækið Hestamennt, ráðherra Íþrótta- og barnamála Ásmundi Einari Daðasyni og forsvarsmönnum LH að kynna sér starfið. Var ráðherra afar áhugasamur um starfið og lýsti yfir miklum áhuga á að fá að koma frekar að uppbyggingu og framgangi þess ásamt starfshópnum og sagði ráðherra einkar ánægjulegt að sjá hvað starfið væri jákvætt og hafði sérstaklega orð á óeigingjörnum þætti sjálfboðaliða sem eru ómetanlegir í svona starfi.

 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira