Nýir knapar inn í U-21 landsliðshópinn

17. mars 2023

Tveir knapar hafa verið kallaðir inn í U-21 árs landsliðshópinn í hestaíþróttum.

Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari hefur í vetur fylgst gaumgæfilega með þróun mála hjá unglingum og ungmennum (16-21 árs) á mótum sem af er. Hekla tilkynnti í haust að hópurinn væri opinn yfir tímabilið og fyrir utan góðan keppnisárangur er það forsenda fyrir valinu að knaparnir séu með hest falann í landsliðsverkefni ársins sem er HM í Hollandi.

Mótaraðir eru komnar á fullan skrið og fjöldi knapa gert góða hluti á hestum sínum þar. Meistaradeild ungmenna og Top Reiter og Mestaradeild æskunnar og Líflands eru mótaraðir sem vel er fylgst með ásamt yngri knöpum sem eru að taka þátt í öðrum mótum.

Í töltkeppni Meistaradeildar æskunnar og Líflands nú á dögunum voru gæðin frábær og þess má geta að 10 efstu knaparnir úr forkeppni eru allir þátttakendur í Hæfileikamótun LH eða í U-21 landslishópnum.

Nýir knapar sem valdir hafa verið inn í U-21 hópinn að þessu sinni eru Guðný Dís Jónsdóttir úr Hestamannafélaginu Spretti og Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt.

Guðný Dís hefur náð frábærum árangri í keppni og verið stígandi í sinni reiðmennsku að undanförnu. Hún gerði gott mót í töltkeppninni í Meistaradeild æskunnar á Straumi frá Hofsstöðum og í fjórgangi á Hraunari frá Vorsabæ II.

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal hefur margoft sýnt og sannað að hann er ungur knapi í fremstu röð og hefur á árinu átt flottar sýningar á Jökli frá Rauðalæk í fjórgangi Meistaradeildar KS og svo sigraði hann T2 í Vesturlandsdeildinni á Vildísi frá Múla.

Þau Guðný og Guðmar eru boðin velkomin í U21-landsliðshóp LH.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira