Umsóknarfrestur á Youth Camp lengdur til 14. apríl.

21. mars 2023

Umsóknarfrestur að fara fyrir Íslands hönd á Youth Camp hefur verið lengdur til 14. apríl. 

Námsbúðirnar verða haldnar dagana 14-19. júlí í Ypåjå í Finnlandi. 

FEIF Youth Camp eru námsbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annara þjóða, auka skilning á menningarlegum mun okkar að nálgast hestinn og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. 

Það sem verður meðal annars á dagskrá er:

  • Reiðtúrar á íslenskum hestum í fallegu landslagi, hádegisverður við varðeld
  • Sýnikennsla og fyrirlestur um flugskeið
  • Kynningarferð um Hestaháskóla Ypåjå 
  • Kynning á finnska hestinum og finnskri hestamenningu
  • Vinnustofur: Leðurvinna, járningar
  • Kynnast nýjum krökkum og eignast nýja vini
  • Farið er í sauna og synt í finnskum vötnum
  • Og margt fleira!

Í ferðinni er töluð enska og er þetta því frábært tækifæri til að æfa og efla enskuna betur.

Við hvetjum alla sem hafa tök á að sækja um því um er að ræða mikið ævintýri og er þetta dýrmæt reynsla í minningarbankann. 

Kostnaður við búðirnar er 660 evrur (ca. 101.000 eins og gengið er í dag), en inní því er fæði, allar ferðir og afþreying.  Flug til Finnlands, vasapeningur og annað er ekki innifalið.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið lh@lhhestar.is.  

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira