Forsala miða á Landsmót hestamanna

4. desember 2023

Vertu sniðugur og tryggðu þér miða á forsöluverði á Landsmót hestamanna næsta sumar. Verð á vikupassa fyrir fullorðna er 21.900kr fram að áramótum. Landsmót hestamanna verður haldið í Reykjavík dagana 1.-7.júlí 2024 af hestamannafélögunum Spretti og Fáki og undirbúningur er í fullum gangi!

Forsala miða er hafin og stendur til 31.desember 2023. Miðaverð á vikupassa fyrir fullorðna er nú 21.900kr og fyrir 14-17 ára 9.900kr en ókeypis er fyrir 13 ára og yngri.

Miðasala fer fram á tix.is! Hér er beinn hlekkur á miðasöluna; https://tix.is/is/event/15875/landsmot-hestamanna-2024/

Allar nánari upplýsingar um Landsmót hestamanna 2024 er að finna á heimasíðu Landsmóts www.landsmot.is og í tölvupósti á landsmot@fakur.is

Tryggið ykkur miða í tíma!

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira