Landslið Íslands 2024
Landslið Íslands í hestaíþróttum 2024
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum hefur valið úrtakshóp sinn fyrir starfsárið 2024.
Eftir frábæran árangu á liðnu ári þar sem Heimsmeistaramótið í Hollandi var hápunkturinn er ljóst að Ísland á tækifæri á að senda stóran hóp á næsta HM sem haldið verður í Sviss árið 2025 og undirbúningur er þegar farinn á fullan skrið.
Verkefni ársins eru mikil en hápunkturinn verður Norðurlandamótið í Herning í Danmörku 8-11 ágúst næstkomandi þar sem norðurlandaþjóðirnar etja kappi bæði í íþróttakeppni og gæðingakeppni og glöggt má sjá að hugur Sigurbjörns í sínu vali er einnig að sækja styrk í öfluga gæðingakeppnisknapa í bland við ríkjandi heimsmeistara og aðra knapa sem skarað hafa framúr á liðnu ári.
Hópurinn er skipaður eftirfarandi knöpum:
Ríkjandi heimsmeistarar:
Elvar Þormarsson Hestamannafélagið Geysir
Glódís Rún Sigurðardóttir Hestamannafélagið Sleipnir
Jóhanna Margrét Snorradóttir Hestamannafélagið Máni
Sara Sigurbjörnsdóttir Hestamannafélagið Geysir
Aðrir knapar:
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hestamannafélagið Hörður
Ásmundur Ernir Snorrason Hestamannafélagið Geysir
Daníel Gunnarsson Hestamannafélagið Skagfirðingur
Gústaf Ásgeir Hinriksson Hestamannafélagið Fákur
Hans Þór Hilmarsson Hestamannafélagið Geysir
Helga Una Björnsdóttir Hestamannafélagið Þytur
Páll Bragi Hólmarsson Hestamannafélagið Jökull
Ragnhildur Haraldsdóttir Hestamannafélagið Sleipnir
Sigurður Vignir Matthíasson Hestamannafélagið Fákur
Sigurður Sigurðarson Hestamannafélagið Geysir
Teitur Árnason Hestamannafélagið Fákur
Viðar Ingólfsson Hestamannafélagið Fákur
Þorgeir Ólafsson Hestamannafélagið Borgfirðingur
Landssamband hestamannafélaga óskar þessum afreksknöpum til hamingju með sæti sín í landsliði Íslands í hestaíþróttum og horfir með eftirvæntingu fram á spennandi tímabil.
Fréttasafn






Styrktaraðilar







