Framkvæmd skeiðgreina

19. febrúar 2024

Á knapafundi sem haldin var í húsakynnum LH á dögunum fór Halldór Victorsson formaður HÍDÍ ítarlega yfir framkvæmd kappreiða og í kjölfarið vilja stjórn HÍDÍ ásamt keppnisnefnd LH koma eftirfarndi ítarefni á framfæri:

Reglur um framkvæmd keppnisgreina á skeiðbraut má finna í Reglum um íþróttakeppni á heimasíðu LH og Rules and regulations á heimasíðu FEIF.

Mótshöldurum ber að tryggja að aðstæður á svæði kappreiða séu öruggar, tímatökubúnaður í lagi og uppfylli kröfur, vindmælir sé á staðnum ásamt því að viðeigandi fjöldi starfsmanna sé við keppnina.

Yfirdómarar hvers móts sjá til þess að mót fari fram reglum samkvæmt, að allar dómsstöður séu mannaðar og framvinda mótsins sé rétt.

Staðsetningum dómara og hlaupagæslumanna er lýst í yfirlitsmyndunum sem vísað er í hér að neðan.

Hlaupagæslumenn (pace assistants) skulu hljóta nauðsynlega þjálfun sem samþykkt er af LH og þurfa ekki að hafa dómararéttindi.

Yfirdómarar hafa umboð sambandsins til þess að velja hlaupagæslumenn til starfa á skeiðkappreiðum sem þeir treysta til verksins og telja hafa næga þekkingu og reynslu og valdi verkinu.

  • Gæðingaskeið: 6 dómarar (sjá grein Í3.6.4.5 bls. 36 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.8 bls. 75 í reglum um íþróttakeppni, sbr. S17.8 í Sportreglum FEIF.
  • P1 250m skeið: Alls 9 dómarar/hlaupagæslumenn. Gerð er krafa um að 5 séu með dómararéttindi og fylla má upp í aðrar stöður með hlaupagæslumönnum (Pace assistants) – sjá grein Í3.6.1 bls. 31 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.9 bls. 76 í reglum um íþróttkeppni, sbr. S17.9 í Sportreglum FEIF.
  • P3 150m skeið: Alls 7 dómarar/hlaupagæslumenn. Gerð er krafa um að 5 séu með dómararéttindi og fylla má upp í aðrar stöður með hlaupagæslumönnum (Pace assistants)- sjá grein 3.6.3.2 bls. 35 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.9 bls. 76 í reglum um íþróttkeppni, sbr. S17.9 í Sportreglum FEIF.
  • P2 100m skeið: Alls 4 dómarar – sjá grein Í3.6.2.3 bls. 34 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.10 á bls. 77 í reglum um íþróttakeppni, sbr. S17.10 í Sportreglum FEIF.

Skeiðgreinarnar eru undir reglugerð um íþróttakeppni  og teljast til greina hennar innan regluverks sambandsins.

Yfirdómnefnd þarf að skipa á öllum mótum skv reglum og nær yfir allar greinar sem fram fara.

Í reglu Í3.2 á bls. 30 í reglum um íþróttakeppni, um dómara í skeiðgreinum segir þó að kynbótadómarar með FEIF réttindi eða gæðingadómarar mega starfa í hvaða stöðu sem krafist er dómara í skeiðgreinum þar sem starfsskyldurnar eru takmarkaðar við að lyfta flöggum til þess að dæma um hvort hestur skeiði eður ei.

Það þýðir í stuttu máli að gæðinga- og og kynbótadómarar mega sinna hluta af þeim dómsstörfum sem krafist er í skeiðkappreiðum í stað íþróttadómara.

 

Gleðilegt keppnisár

Keppnisnefnd LH og stjórn HÍDÍ

 

Hér má sjá upptöku af fundinum:

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira