Framkvæmd skeiðgreina

19. febrúar 2024

Á knapafundi sem haldin var í húsakynnum LH á dögunum fór Halldór Victorsson formaður HÍDÍ ítarlega yfir framkvæmd kappreiða og í kjölfarið vilja stjórn HÍDÍ ásamt keppnisnefnd LH koma eftirfarndi ítarefni á framfæri:

Reglur um framkvæmd keppnisgreina á skeiðbraut má finna í Reglum um íþróttakeppni á heimasíðu LH og Rules and regulations á heimasíðu FEIF.

Mótshöldurum ber að tryggja að aðstæður á svæði kappreiða séu öruggar, tímatökubúnaður í lagi og uppfylli kröfur, vindmælir sé á staðnum ásamt því að viðeigandi fjöldi starfsmanna sé við keppnina.

Yfirdómarar hvers móts sjá til þess að mót fari fram reglum samkvæmt, að allar dómsstöður séu mannaðar og framvinda mótsins sé rétt.

Staðsetningum dómara og hlaupagæslumanna er lýst í yfirlitsmyndunum sem vísað er í hér að neðan.

Hlaupagæslumenn (pace assistants) skulu hljóta nauðsynlega þjálfun sem samþykkt er af LH og þurfa ekki að hafa dómararéttindi.

Yfirdómarar hafa umboð sambandsins til þess að velja hlaupagæslumenn til starfa á skeiðkappreiðum sem þeir treysta til verksins og telja hafa næga þekkingu og reynslu og valdi verkinu.

  • Gæðingaskeið: 6 dómarar (sjá grein Í3.6.4.5 bls. 36 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.8 bls. 75 í reglum um íþróttakeppni, sbr. S17.8 í Sportreglum FEIF.
  • P1 250m skeið: Alls 9 dómarar/hlaupagæslumenn. Gerð er krafa um að 5 séu með dómararéttindi og fylla má upp í aðrar stöður með hlaupagæslumönnum (Pace assistants) – sjá grein Í3.6.1 bls. 31 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.9 bls. 76 í reglum um íþróttkeppni, sbr. S17.9 í Sportreglum FEIF.
  • P3 150m skeið: Alls 7 dómarar/hlaupagæslumenn. Gerð er krafa um að 5 séu með dómararéttindi og fylla má upp í aðrar stöður með hlaupagæslumönnum (Pace assistants)- sjá grein 3.6.3.2 bls. 35 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.9 bls. 76 í reglum um íþróttkeppni, sbr. S17.9 í Sportreglum FEIF.
  • P2 100m skeið: Alls 4 dómarar – sjá grein Í3.6.2.3 bls. 34 og skýringarmynd af keppnisvelli Í17.10 á bls. 77 í reglum um íþróttakeppni, sbr. S17.10 í Sportreglum FEIF.

Skeiðgreinarnar eru undir reglugerð um íþróttakeppni  og teljast til greina hennar innan regluverks sambandsins.

Yfirdómnefnd þarf að skipa á öllum mótum skv reglum og nær yfir allar greinar sem fram fara.

Í reglu Í3.2 á bls. 30 í reglum um íþróttakeppni, um dómara í skeiðgreinum segir þó að kynbótadómarar með FEIF réttindi eða gæðingadómarar mega starfa í hvaða stöðu sem krafist er dómara í skeiðgreinum þar sem starfsskyldurnar eru takmarkaðar við að lyfta flöggum til þess að dæma um hvort hestur skeiði eður ei.

Það þýðir í stuttu máli að gæðinga- og og kynbótadómarar mega sinna hluta af þeim dómsstörfum sem krafist er í skeiðkappreiðum í stað íþróttadómara.

 

Gleðilegt keppnisár

Keppnisnefnd LH og stjórn HÍDÍ

 

Hér má sjá upptöku af fundinum:

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira