Starf Hæfileikamótunar LH í fullum gangi

16. febrúar 2024

Hæfileikamótun LH hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum en í vetur eru um 40 efnilegir unglingar sem taka þátt í starfi Hæfileikamótunar og er þeim skipt í tvo hópa. Starf vetrarins hófst með heimsókn að Hólum í haust þar sem knaparnir fengu m.a. að spreyta sig á skólahestum Hólaskóla.

Í lok janúar hittist hópur 1 hjá Eldhestum í Ölfusi en aðstaðan þar er öll til fyrirmyndar, bæði hvað varða kennslu og aðbúnað manna og hesta.

Helgin byrjaði á að hópurinn hitti Rúnar Hjálmarsson frjálsíþróttaþjálfara á Selfossi og fór hann yfir mikilvægi þess að hugsa vel um sjálfan sig og að knapi og hestur þurfa að vera í andlegu og líkamlegu jafnvægi til að árangur náist. Einnig kenndi hann hópnum styrktaræfingar og liðkandi æfingar sem nýtast hestaíþróttafólki vel.

Síðan tók við tveggja daga reiðkennsla í reiðhöllinni hjá Eldhestum sem Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar sá um, en honum til aðstoðar er Þorsteinn Björnsson reiðkennari á Hólum. Sigvaldi bauð hópnum einnig upp á sýnikennslu í lok dags.

Frábær stemmning var í hópnum, það var spilað fram eftir kveldi og skroppið í ísferð á Selfoss þegar tími gafst til.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira