Fulltrúar Íslands sem fara á FEIF Youth Camp 2023
5. maí 2023
Nú er orðið ljóst hvaða tveir unglingar verða fulltrúar Íslands á FEIF Youth Camp í Finnlandi í ár.
Fyrst viljum við þakka öllum sem sendu inn umsóknir en alls bárust æskulýðsnefnd 21 umsókn!
Það var gaman að sjá hve mikill áhuginn var og ærið verkefni að velja þá tvo sem fá að fara. Við óskum þeim til hamingju:
Arnheiður Júlía Hafsteinsdóttir, Sörla
Sóley Vigfúsdóttir, Sleipnir
Við vonum að þið eigið frábæra ferð fyrir höndum og að þið takið með ykkur margar góðar minningar heim!
Fréttasafn







