Fyrsti dagur Norðurlandamótsins á Álandseyjum

9. ágúst 2022

Það var í mörg horn að líta hjá okkar knöpum í íslenska liðinu á Norðurlandamoti í hestaíþróttum þegar forkeppni í nokkrum greinum mótsins fóru fram.

Veðrið er gott á svæðinu og nokkrar mjög góðar sýningar sáust á mótinu í dag, og ber þá kannski hæst að nefna Jón Stenild frá Danmörku á Eilífi frá Tellborg sem áttu stórsýningu í fimmgangi og hlutu 7,57 í einkunn, og hina sænsku Teklu Petersson sem keppir í unglingaflokki og gerði hörkusýningu í fimmgangi unglinga á Vatnadísi från Noastallet. Hún hlaut 6,67 í einkunn, og það hefði hreinlega dugað henni í A-úrslit í fullorðinsflokki mótsins.

Á þessum fyrsta degi mótsins fór fram forkeppni í tölti T1 í unglinga og ungmennaflokki, tölti T2 unglinga og ungmenna, fimmgangi F1 fullorðinna og að lokum fimmgangi F1 í unglinga og ungmennaflokki.

Embla Lind Ragnarsdóttir endaði í fjórða sæti í forkeppninni í tölti T1 unglinga og ríður því til úrslita á sunnudag.

Í tölti T1 í ungmennafloki gerði Matthías Sigurðsson góða sýningu á Roða frá Garði og endaði í 4 sæti forkeppninnar þrátt fyrir nokkra hnökra í sýningu á hraðabreytingum og er því með heilmikil sóknarfæri í úrslitunum.

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Glódís Rún Sigurðardóttir riðu sig inn í B-úrslit sem fara fram á föstudaginn.

Í tölti T2 ungmenna gerði íslenska liðið gott mót og við erum með hvorki meira né minna en þrjá knapa í A-úrsltium og tvo í B-úrslitum.

Eva Kærnested og Garri frá Fitjum áttu flotta sýningu, sérstaklega á slaka taumnum og uppskáru þriðja sætið, reyndar á nákvæmlega sömu tölum og Védís Huld á Stimpli frá Varmadal sem útfærðu sína sýningu af öryggi og með jafna góða sýningu. Þær hlutu 6,63 í einkunn.

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal er svo í 5 sætinu eftir flotta frammistöðu með 6,50.

Í B-úrslitum, sem fara fram á fimmtudaginn eru svo Selma Leifsdóttir á Fjalari frá Selfossi og Hulda María Sveinbjörnsdóttir á henni Hetju frá Árbæ.

Kristófer Darri lenti í smá hnökrum í sinni sýningu og er í 11. sætinu, næstur við B-úrslit og því er ekki ómögulegt að sú staða komi upp að allir 6 knapar okkar fái sæti í úrslitum í T2 áður en yfir lýkur.

Í fimmgangi F1 fullorðinna er Sigurður Vignir á Starkari frá Egilsstöðum í 6. Sæti eftir forkeppnina, og er því efstur inn í B-úrslit á föstudag.

Siggi er eins og allir hestamenn vita reynslumikill knapi, og er lunkinn við að grípa tækifærið á að ríða fimmgangsúrslit. Hann ætlar sér því örugglega mikið í B-úrslitunum.

 

Lokagrein dagsins var fimmgangur ungmenna þar sem þær Hulda María, Glódís Rún og Hekla Rán Hannesdóttir tóku þátt.

Hulda María og Glódís Rún komust báðar í A-úrslit, í þriðja og fjórða sæti.

 

Á morgun, miðvikudag er forkeppni í fjórgangi V1 unglinga, ungmenna og svo fullorðinna ásamt keppni í gæðingaskeiði PP1 í öllum flokkum.

Fyrstu Norðurlandameistarar mótsins verða því krýndir að lokinni keppni í gæðingaskeiði á morgun, miðvikudag.

 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira