Fyrsti dagur Norðurlandamótsins á Álandseyjum

9. ágúst 2022

Það var í mörg horn að líta hjá okkar knöpum í íslenska liðinu á Norðurlandamoti í hestaíþróttum þegar forkeppni í nokkrum greinum mótsins fóru fram.

Veðrið er gott á svæðinu og nokkrar mjög góðar sýningar sáust á mótinu í dag, og ber þá kannski hæst að nefna Jón Stenild frá Danmörku á Eilífi frá Tellborg sem áttu stórsýningu í fimmgangi og hlutu 7,57 í einkunn, og hina sænsku Teklu Petersson sem keppir í unglingaflokki og gerði hörkusýningu í fimmgangi unglinga á Vatnadísi från Noastallet. Hún hlaut 6,67 í einkunn, og það hefði hreinlega dugað henni í A-úrslit í fullorðinsflokki mótsins.

Á þessum fyrsta degi mótsins fór fram forkeppni í tölti T1 í unglinga og ungmennaflokki, tölti T2 unglinga og ungmenna, fimmgangi F1 fullorðinna og að lokum fimmgangi F1 í unglinga og ungmennaflokki.

Embla Lind Ragnarsdóttir endaði í fjórða sæti í forkeppninni í tölti T1 unglinga og ríður því til úrslita á sunnudag.

Í tölti T1 í ungmennafloki gerði Matthías Sigurðsson góða sýningu á Roða frá Garði og endaði í 4 sæti forkeppninnar þrátt fyrir nokkra hnökra í sýningu á hraðabreytingum og er því með heilmikil sóknarfæri í úrslitunum.

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Glódís Rún Sigurðardóttir riðu sig inn í B-úrslit sem fara fram á föstudaginn.

Í tölti T2 ungmenna gerði íslenska liðið gott mót og við erum með hvorki meira né minna en þrjá knapa í A-úrsltium og tvo í B-úrslitum.

Eva Kærnested og Garri frá Fitjum áttu flotta sýningu, sérstaklega á slaka taumnum og uppskáru þriðja sætið, reyndar á nákvæmlega sömu tölum og Védís Huld á Stimpli frá Varmadal sem útfærðu sína sýningu af öryggi og með jafna góða sýningu. Þær hlutu 6,63 í einkunn.

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal er svo í 5 sætinu eftir flotta frammistöðu með 6,50.

Í B-úrslitum, sem fara fram á fimmtudaginn eru svo Selma Leifsdóttir á Fjalari frá Selfossi og Hulda María Sveinbjörnsdóttir á henni Hetju frá Árbæ.

Kristófer Darri lenti í smá hnökrum í sinni sýningu og er í 11. sætinu, næstur við B-úrslit og því er ekki ómögulegt að sú staða komi upp að allir 6 knapar okkar fái sæti í úrslitum í T2 áður en yfir lýkur.

Í fimmgangi F1 fullorðinna er Sigurður Vignir á Starkari frá Egilsstöðum í 6. Sæti eftir forkeppnina, og er því efstur inn í B-úrslit á föstudag.

Siggi er eins og allir hestamenn vita reynslumikill knapi, og er lunkinn við að grípa tækifærið á að ríða fimmgangsúrslit. Hann ætlar sér því örugglega mikið í B-úrslitunum.

 

Lokagrein dagsins var fimmgangur ungmenna þar sem þær Hulda María, Glódís Rún og Hekla Rán Hannesdóttir tóku þátt.

Hulda María og Glódís Rún komust báðar í A-úrslit, í þriðja og fjórða sæti.

 

Á morgun, miðvikudag er forkeppni í fjórgangi V1 unglinga, ungmenna og svo fullorðinna ásamt keppni í gæðingaskeiði PP1 í öllum flokkum.

Fyrstu Norðurlandameistarar mótsins verða því krýndir að lokinni keppni í gæðingaskeiði á morgun, miðvikudag.

 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira